Morgunn - 01.12.1972, Blaðsíða 13
FÆÐING JESÚ 91
hafa verið um hinn mikla spámann frá Nazaret nægja okkur
fyllilega.
Fjöldi þeirra bóka, sem um hann fjalla og verk hans og skrif-
aðar hafa verið síðast liðin tvö þúsund ár, er óteljandi. Þær eru
á öllum tungum, öllum mállýzkum og skrifaðar frá öllum hugs-
anlegum sjónarmiðum.
Þar gætir sama áhuga á því að sanna og afsanna tilveru
hans.
Þær staðfesta eða efast um áreiðanleik þeirra sannana, sem
guðspjöllin láta okkur í té.
Þær ýmist rengja eða halda fram algjörum áreiðanleik bróf-
anna, sem postularnir skrifuðu.
Og er þó ekki allt talið.
Hvert einasta orð í Nýja testamentinu hefur verið prófað og
rannsakað samkvæmt ströngustu kröfum frá sjónarmiði mál-
fræði, tímatals og trúfræði.
Styrjaldir hafa verið háðar, lönd lögð í eyði og heilum þjóð-
um útrýmt sökum þess að tveim hávirðulegum skýrendum
Ritningarinnar hefur þóknazt að vera ósammála um ákveðin
atriði, sem að engu snerta hinar miklu hugsjónir Jesú. Feikna-
miklar kirkjubyggingar hafa verið reistar til minningar um
ákveðna viðburði, sem aldrei hafa átt sér stað og vissir atburðir,
sem ekki er hægt að neita að hafa gerzt hafa verið véfengdir af
miklu ofstæki.
Það hefur verið predikað yfir okkur, að Kristur sé sonur
Guðs, og honum hefur verið afneitað (stundum með ótrúleg-
um ofsa og þrákelkni) sem svikara.
Þolinmóðir fornleifafræðingar hafa skyggnzt djúpt í þjóð-
sagnir þúsund þjóðflokka til þess að reyna að útskýra leyndar-
dóminn um manninn, sem varð Guð.
Hið göfuga, hið hlægilega og hið andstyggilega hefur verið
dregið inn í þessar deilur með tilvitnunum í ótal texta, heim-
íldir og ákvæði, sem virtust alveg óhrekjandi.
Og allt hefur það verið unnið fyrir gýg.