Morgunn - 01.12.1972, Page 15
FÆÐING JESÚ 93
verið sér innan handar, því í mörgu þurfti að snúast, og Elísa-
betu var aðstoðar þörf.
María hélt nú til Juttha, útborgar Jerúsalem, þar sem þau
h]ónin bjuggu, og þar dvaldist hún, þangað til litli frændinn.
Jóhannes, var kominn heill á húfi í vöggu sína.
Síðan sneri hún aftur til Nazaret, þar sem hún átti að giftast
Jósef.
En ekki leið á löngu áður en hún átti aðra og lengri leið fyrir
höndum.
I hinni fjarlægu Jerúsalem var hinn illi Heródes ennþá kon-
ungur.
En hann átti skammt eftir ólifað og völd hans fóru dvinandi.
1 hinni ennþó fjarlægari Rómaborg hafði Sesar Ágústus tek-
ið við stjórnartaumunum og breytt lýðveldinu í heimsveldi.
Heimsveldi eru dýr í rekstri og þegnarnir verða að borga
brúsann.
Hinn almáttugi Sesar hafði því gefið út þá tilskipun, að öll
hans ástkæru börn i austri, vestri, norðri og suðri skyldu láta
færa nöfn sín á opinberar skrár, svo tollheimtumennirnir gætu
áttað sig á 'því, hverjir hefðu greitt sinn réttláta hluta allra
skattanna, og hverjir hefðu brugðizt skyldu sinni.
Að vísu voru bæði Judea og Galílea ennþá að nafninu til
hlutar sjálfstæðs konungsríkis. En þegar um skattamál var að
ræða, áttu Rómverjar það til að vera nokkuð girugir. Skipunin
barst því víða vega, að fólk yrði á tilsettum tíma að gefa sig
fram á ákveðnum stað, nefnilega þar sem viðkomandi var
fæddur og uppalinn.
Sem afkomandi Daviðs hafði Jósef því farið til Retlehem og
kona hans, hin trygga María fylgdi honum þangað.
Þetta hafði verið erfitt ferðalag. Leiðin var löng og þreyt-
andi.
Og þegar þau Jósef og María loksins komust til Betlehem
var hvergi húsnæði að finna, sökum þeirra mörgu, sem áður
voru þangað komnir.
Þetta hafði verið nöpur nótt. Góðar manneskjur höfðu séð
aumur á veslings ungu konunni.