Morgunn


Morgunn - 01.12.1972, Síða 15

Morgunn - 01.12.1972, Síða 15
FÆÐING JESÚ 93 verið sér innan handar, því í mörgu þurfti að snúast, og Elísa- betu var aðstoðar þörf. María hélt nú til Juttha, útborgar Jerúsalem, þar sem þau h]ónin bjuggu, og þar dvaldist hún, þangað til litli frændinn. Jóhannes, var kominn heill á húfi í vöggu sína. Síðan sneri hún aftur til Nazaret, þar sem hún átti að giftast Jósef. En ekki leið á löngu áður en hún átti aðra og lengri leið fyrir höndum. I hinni fjarlægu Jerúsalem var hinn illi Heródes ennþá kon- ungur. En hann átti skammt eftir ólifað og völd hans fóru dvinandi. 1 hinni ennþó fjarlægari Rómaborg hafði Sesar Ágústus tek- ið við stjórnartaumunum og breytt lýðveldinu í heimsveldi. Heimsveldi eru dýr í rekstri og þegnarnir verða að borga brúsann. Hinn almáttugi Sesar hafði því gefið út þá tilskipun, að öll hans ástkæru börn i austri, vestri, norðri og suðri skyldu láta færa nöfn sín á opinberar skrár, svo tollheimtumennirnir gætu áttað sig á 'því, hverjir hefðu greitt sinn réttláta hluta allra skattanna, og hverjir hefðu brugðizt skyldu sinni. Að vísu voru bæði Judea og Galílea ennþá að nafninu til hlutar sjálfstæðs konungsríkis. En þegar um skattamál var að ræða, áttu Rómverjar það til að vera nokkuð girugir. Skipunin barst því víða vega, að fólk yrði á tilsettum tíma að gefa sig fram á ákveðnum stað, nefnilega þar sem viðkomandi var fæddur og uppalinn. Sem afkomandi Daviðs hafði Jósef því farið til Retlehem og kona hans, hin trygga María fylgdi honum þangað. Þetta hafði verið erfitt ferðalag. Leiðin var löng og þreyt- andi. Og þegar þau Jósef og María loksins komust til Betlehem var hvergi húsnæði að finna, sökum þeirra mörgu, sem áður voru þangað komnir. Þetta hafði verið nöpur nótt. Góðar manneskjur höfðu séð aumur á veslings ungu konunni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.