Morgunn - 01.12.1972, Qupperneq 19
GRETAR FELES:
MIÐILSFUNDIR
INNGANGSORÐ
Þegar birta þarf mannkyninu forna vizku með nýjum hætti, virðast
ákveðnir gáfumenn vera útvaldir til þess að ryðja brautina fyrir nýjum
skilningi á sannleikanum. Einn þessara útvöldu andans manna var skáldið
og rithöfundurinn Grétar Fells. Hér á íslandi gegndi hann sama hlutverki
i þágu guðspekinnar og Einar H. Kvaran, skáldbróðir hans, i þágu spirit-
ismans. Þessir menn voru andlagir bræður. Sá ríki skilningur, sem fram
kemur i eftirfarandi fyrirlestri Grétars á þvi málefni, sem var Einari H.
Kvaran helgast, þarf þvi engum að koma á óvart. — Þótt þessi fyrirlestur
hafi verið fluttur fyrir 37 árum, er hann jafnferskur í dag og hann hefði
verið fluttur í gær. Ritstj.
Eins og flestum mun kunnugt, á andahyggjustefnan („spir-
itisminn") mjög mikil ítök í hugum margra hugsandi manna
nú á dögum, hér á fslandi ekki siður en annars staðar. Mér er
kunnugt um það, að hér í Reykjavík er mjög niikið að því gert
að leita sambands við annan heim, og munu þeir nú vera orðn-
ir tiltölulega fáir, sem ekki hafa komið á einhvern hátt nærri
slikum hlutum, og er það gleðilegt tímanna tákn. Ég segi að
það sé gleðilegt tímanna tákn vegna þess, að það ber vott um
það, að menn eru teknir að losna úr aldagömlum viðjum
heimsku og hleypidóma. Mannsandinn er óðum að vakna, —
vakna til vitundar um sjálfan sig og möguleika sína, og hann
er tekinn að heimta þann rétt, sem honum ber og hefur alltaf
borið, til þess að leita þekkingar og skilnings á lífinu og tilver-
unni, og til þess að rannsaka — jafnvel „Guðs leyndarráð“! —
Eins og ég sagði áðan, er hér í Reykjavík mjög mikið að því gert
að leita sambands við annan heim. Sjálfur hef ég verið á mörg-
um miðilsfundum og tel mig hafa grætt ýmislegt á því. En ég
lief orðið þess var, að mjög skortir á, að menn kunni yfirleitt að
sitja miðilsfundi, og er sannleikurinn sá, að mörgum veitti
ekki af að fá sér ofturlitið námskeið í því efni. Það er svo um
7