Morgunn - 01.12.1972, Page 20
98 MORGUNN
miðilsfundi yfirleitt, að enda þótt mikið velti á því, að miðill-
inn sé góður, er þó ef til vill alveg eins mikið undir því komið,
að „sitjendurnir", sem svo eru nefndir, þ. e. þeir sem miðils-
fund sitja, séu góðir og alvarlega hugsandi menn, sem vita,
hvað þeir eru að gera. Sitjendurnir skapa fundinn að miklu
leyti. Þetta er reyndar ekki neitt alveg sérstakt fyrir miðils-
fundi. Hinar svonefndu „guðsþjónustur" eru t. d. mjög háðar
því, hvemig þeir, sem taka þátt í þeim, eru skapi farnir og hve
glöggan skilning þeir hafa á gildi þeirra, og á aukaatriðum og
aðalatriðum í sambandi við slíkar samkomur. Það er alls ekki
presturinn einn, sem allt veltur á. Því miður virðist marga
bresta skilning á þessu, og því fer oft svo, að bæði guðsþjón-
ustur og miðilsfundir mistakast fyrir handvömm, ef svo mætti
segja, og er oft lagt rangt mat á þá menn, sem fyrir þessum
samkomum standa.
Áður en lengra er haldið, er rétt að gera sér grein fyrir því,
að skipta má þeim mönnum, sem miðilsfundi sækja, yfirleitt í
4 flokka. Ég nefni þessa flokka af handahófi, en ekki í neinni
ákveðinni röð. Fyrsti flokkurinn er þeir menn, sem eru um-
fram allt að leita sannleikans. Þeir vilja venjulega reka anda-
hyggjustefnuna á strangvísindalegum grundvelli, og beita öll-
um hugsanlegum varúðarráðstöfunum, til þess að koma í veg
fyrir vélar og brögð af hálfu miðilsins eða annara. Ég hef
mikla samúð með þessum mönnum og ber mikla virðingu fyrir
hinni miklu visindalegu samvizkusemi þeirra og nákvæmni,
að svo miklu leyti, sem ekki er lögð allt of einhliða áherzla á
þá hlið málsins. En það kemur fyrir, að þessa menn brestur
með öllu skilning á ýmsum skilyrðum, sem nauðsynleg eru til
þess, að miðilsfundur takist vel. T. d. skilst þeim oft ekki, að
tortryggni og óvingjarnleg og óþörf gagnrýni á sjálfum miðils-
fundunum spilli fyrir góðum árangri. Þeim er líka oft illa við
sálmasöng, og vilja sem allra minnstan og helzt engan guð-
ræknisblæ hafa á fundunum. Vita þó allir, sem nokkuð að ráði
hafa fengizt við sálarrannsóknir, að ótrúlega mikið veltur á
þvi, hverskonar andi það er, sem svífur yfir þeim vötnum, —
hverskonar hugblær („stemning") það er, sem hvílir yfir mið-