Morgunn - 01.12.1972, Síða 24
102
MORGUNTSt
kobsstigi blasi allt í einu við, eða að það sé jafn einfalt mál að
kveðja framliðna menn til fundar við oss, og komast i samband
við annan heim, eins og að opna dyr milli tveggja herbergja.
Eins og ég sagði áðan, er það ennþá mörgum og miklum erfið-
leikum bundið að komast í samband við hinn ósýnilega heim,
og er það í sjálfu sér ekki óeðlilegt að svo sé. Þegar vér gerum
oss grein fyrir því, hve seinvirk visindin eru, þegar rmi mikið
smærri og ómerkilegri viðfangsefni er að ræða, heldur en um
sálarrannsóknimar, þá ætti oss ekki að koma það á óvart, að
þar muni vera jafnvel um margra alda verkefni að ræða. f
þessu sambandi tel ég rétt að minnast á eitt einkennilegt sér-
kenni mannlegs eðlis, einkenni, sem lætur einmitt ekki ósjaldan
til sín taka á þessu sviði. Kemur það fram sem einskonar stór-
læti (sumir myndu kalla það ,,gikkshátt“!), er gerir sig eigin-
lega aldrei ánægt með neitt. Menn heimta t. d. sannanir á sviði
sálarrannsóknanna, fá þessar sannanir, sannanir, sem þeir
myndu taka gildar á öðrum sviðrnn, — en láta sér samt sem áð-
ur fátt um finnast. Þeir trúa jafnvel ekki sínum eigin augum
og eyrum, — hvað þá augum og eyrum annara manna! Mér
dettur í hug skrítla ein, sem varpar nokkru ljósi yfir þennan
mannlega veikleika. Þegar Magnús Stephensen var landshöfð-
ingi, kom eitt sinn aldraður bóndi hingað til Reykjavíkur.
Hann var á gangi hér á götunum, en með því að hann var ekki
nógu kunnugur hér í bænum, þurfti hann á einhverskonar
leiðbeiningum að halda. Hann hittir mann á götunni, víkur
sér að honum og biður hann um þær upplýsingar, sem hann
þurfti að fá. Maðurinn leysir vel og greiðlega úr spurningum
hans, og að því loknu spyr bóndi hann að heili. Kvaðst hann
heita Magnús Stephensen. Bóndi vildi vita nánari deili á
manninum, og kvaðst hann þá vera Magnús Stephensen lands-
höfðingi. Bóndi gellur við: „Nei, nú held ég að þú ljúgir!“
Mörgum fer líkt og þessum bónda. Þeir hafa fyrirfram gert sér
einhverjar ákveðnar hugmyndir um sannleikann. Ef hann
birtist þeim ekki í einhverju ákveðnu gervi, sem algjörlega
samsvarar hugmyndum þeirra, láta þeir sér fátt um finnast.
„Nei, nú held ég að þú ljúgir!“ Hvemig gat aumingja bónd-