Morgunn - 01.12.1972, Blaðsíða 29
MIÐILSFUNDIR
107
Annars vil ég mæla með öllu erindinu, og hvetja þá, sem ekki
hafa lesið það, til þess að lesa það vandlega, og þá, sem ekki
hafa lesið það nema einu sinni, að lesa það aftur. Erindið heitir:
„Ilverju skiptir trúin á ódauðleika?“ Það er sem sé að mínum
dómi ekki ómerkilegt mál eða með öllu þýðingarlaust, þetta:
hvort vér erum eilifar, ódauðlegar sálir, með framtið, sem vér
ráðum yfir að miklu leyti, eða dægurflugur, skipverjar á flaki,
sem hrekjast stefnulaust fyrir straumum og vindum og falla
svo einn góðan veðurdag útbyrðis niður í botnlaust tilveru-
leysishaf!
Og mannkynið er áreiðanlega ekki ennþá orðið svo þroskað,
siðferðilega og andlega, að það þurfi ekki einhverja spora, sem
knýja það áfram á þroskabrautinni, — að það þurfi ekki að eiga
eitthvert land fyrirheitanna, sem það megi dreyma um og lyfta
huga sinum til á erfiðum stundum. Það, sem oss vantar einna
tilfinnanlegast nú, einmitt nú, á þessum miklu framfaratímum
i veraldlegum efnum, er menn, menn, sem að vísu standa föst-
um fótum á þessari jörð, en hafa þó yfir sér einhverja heilaga
hvelfingu, — menn sem hægt er að viðhafa um orð skáldsins:
„— kringum þá ilmar og andar
eilífðarinnar blær“. —
Ef menningu nútímans tekst ekki að framleiða slika menn,
fer að orka mjög tvímælis, hvort sumar framfarirnar í hinum
efnislega heimi kunni ekki að vera of dýru verði keyptar, — að
ég nú ekki tali um það, ef stefnt er að þvi vitandi vits að tor-
velda tilveru slíkra manna og hefta vöxt þeirra.
önnur ástæða þess, að ég tel, að vér höfum ekki ráð á því,
að ganga fram hjá andahyggjunni, er sú, að það mun verða
hún, sem einna bezt gengur fram í þvi, að sætta trú og vísindi.
En það er verk, sem er ómetanlega mikils virði á þessum efnis-
hyggjutímum. Andahyggjumennimir eru því ef til vill ein-
hverjir þörfustu þjónar kirkjunnar nú á dögum, og eiga því sízt
skilið, að sæta árásum frá þjónum hennar. Ég ætla að enda
þennan fyrirlestur með því að lesa yður undurfagurt kvæði eft-