Morgunn - 01.12.1972, Blaðsíða 33
KRISTNAR HUGMYNDIR UM ÞRENNINGU GUÐS
111
greiningu þessara allrahelgustu trúaratriða — kennisetning-
arnar um sjálfan Guð, samtímis eind Hans og þrenningu. Deil-
ur þessar voru að sínu leyti sízt minna magnaðar en nú eru
deilur stjómmálaflokka. Hin grískmótaða menning, sem þá var
rikjandi í öllum austurhluta Rómverska-ríkisins. var ákaflega
lineigð til heimspeki-heilabrota og einkum og sér í lagi smá-
smugulegustu nákvæmni í skýrgreiningum. En sú einstaka ná-
kvæmni sem fram kom í deilunum um orðalag kennisetn-
inganna urn Heilaga Þrenningu, átti rætur að rekja, meðal
annars og ekki hvað sízt, til fullrar oftrúar á mætti mannlegrar
hugsunar og mannlegs tungumáls. Gríska guðfræðin reyndi
að skýrgreina á mannlegu tungumáli dýpstu og helgustu
leyndardóma eilífðarinnar eins og þeir eru í sjálfu sér — án
nokkurs sambands við neitt sem þekkt er. Rómverska guðfræð-
in tók að mestu upp sigursælustu kenningar hennar. Hið ný-
kristnaða en hálfheiðna ríkisvald lét og málið til sin taka; allar
aðrar skoðanir urðu lögbannaðar.
Aðalútkomurnar af þessum guðfræðideilum fornaldarinnar
urðu þær, að Guð skyldi í senn álítast einn og þrennur ■— hinn
eini og sanni Guð væri í senn „Faðir“, „Sonur“ og „Heilagur
Andi“. „Sonurinn“ væri „frá eilífð fæddur af Föðumum —
ekki skapaður“, og „út frá þeim báðum gengi, frá eilífð, Hinn
Heilagi Andi“ — allir þrír jafnir að „aldri“, mætti og guð-
dómstign.
Aðalstefna þróunarlínu deiluefnisins var slík, að sýnilegt
má telja, eftir á, að hún gæti ekki haft nema einn endi: Því
yrði slegið föstu, sem réttri trú er krefja yrði skýlausrar viður-
kenningar á, undantekningarlaust, hvem einasta meðlim Krist-
innar Kirkju, að allar þrjár „persónur“ „Heilagrar Þrenning-
ar“ væru hnífjafnar að mætti, tign og „aldri“, jafnt í eilífð sem
tima. Þessa síðustu orðasamstillingu skýri ég seinna í ræðu
minni. Við þessa niðurstöðu hafa, að mér skilst, allar helztu
Kirkju-deildir, í orði kveðnu, haldið sig fram á þennan dag.
Frá mínu sjónarmiði minna deilurnar um þetta, og sjálfar
niðurstöðurnar einnig, sterklega á lýðskrum og kröfutízku
okkar eigin daga í stjómmálum, stéttadeilum og milliríkjamál-