Morgunn - 01.12.1972, Qupperneq 41
KRISTNAR HUGMYNDIR UM ÞRENNINGU GUÐS 119
vert á þeim tíma, þótt ekki væri víðtækara. Þar með er siður
en svo sagt að okkar tími, 1500—1800 árum seinna en róm-
verska guðfræðin — tími náttúruvísinda, félagsmálavísinda,
sálfræði og útsýnis yfir þekking og hugsun allra, áður hér um
bil sambandslausra, hluta mannkynsins og allra tíma — geti
leyft sér og unað þvi að takmarka sig þannig i hugsun sinni
um hin hinztu og æðstu rök.
Meira að segja einfaldur lestur Nýja-testamentisins leiðir í
Ijós, að ekkert er síður samrýmanlegt viðskiptalegum og lög-
fræðilegum sjónarmiðum heldur en einmitt kenning Nýja-
testamentisins um Föðurinn, fyrirgefninguna, hinn „Nýja
Sáttmála“, hið „fullkomna lögmál frelsisins“. „Lögmál bók-
stafsins“ — „lögmál dauðans“ — „lögmál fyrirdæmingarinn-
ar“ — eru nöfn sem Páll postuli velur viðskiptalífs- og lög-
fræði-sjónarmiðum hins „Gamla Sáttmála“ Gyðinga.
Með öðrum orðum: Ef við menn viljum færast svo mikið í
fang sem það, að reyna að hugsa heimspekilega um Guð, að því
leyti sem það kynni að vera fært — eins og kristin trúfræði hef-
ur alltaf þótzt gera —, þá er okkur ekki einungis frjálst heldur
og skylt — miðað við almennar og almennt viðm’kenndar hugs-
unarreglur — að reisa það hús á undirstöðu einhvers sem við
þekkjum, en ekki á einhverju sem við aðgætum, með illa var-
inni vísindanákvæmni, að sé í engu sambandi við neitt sem við
þekkjum. Hið eina sem okkur kristnum mönnum er óheimilt —
að því er snertir rétt og skyldu frjálsrar, heimspekilegrar hugs-
unar um Guð — er það, að hugmyndir okkur um Hann verði í
andlegu ósamræmi við kenningu Jesú um Föðurinn.
IV
Það verður þá einna fyrst fyrir okkm’ á þessum vegi, að við
menn höfum enga kunnugleika á neinni lífveru er ekki þurfi
að endurnýja sig með hreinsun og næringu (og hrekkur að
vísu ekki til að umflýja dauðann, fyrr eða síðar). Nú gerum
við að vísu fastlega ráð fyrir að Guð sé eilífur, enda þótt okkur
skorli auðvitað flest til að skilja eilífðarhugmyndina til hlítar.