Morgunn - 01.12.1972, Síða 42
120
MORGUNN
Eilíft líf Guðs verður þó til muna aðgengilegri hugmynd —
miðað við raunverulega þekkingu okkar — ef við gerum okkur
þá grein fyrir því, og getum rökstutt hana með einhverju skyn-
samlegu, að Hann verði með einhverjum hætti að endurnýja
sig stöðugt eða öðru hverju, til þess að geta verið eilífur.
Þessi hugmynd, um sjálfsendurnýjun Guðs, brýtur i sjálfu
sér ekki í bág við kenningu Jesú um Föðurinn, en hlýtur hins
vegar stuðning í ýmsum frægustu ummælum Nýja-testament-
isins. Heimspekilega skoðað hygg ég að ekkert verulegt sé við
slíka skýringu að athuga.
Auk þess tel ég ástæðu til að nefna í þessu sambandi, og það
með áherzlu, að í fornum trúfræðum Indverja er kenning um
Guð, er getur túlkazt þannig, einhver helzta undirstöðuhug-
myndin. Það er kenningin sú, að stöðugt skiptist á tími og eilífð,
Sköpunarverk og ekkert Sköpunarverk. Til þessarar hugmyndar
—sem eftir því að dæma ætti þá að hafa verið til, í fomöld, viðar
en á Indlandi — hlýtur og eitt hið kunnasta af kirkjulegum orð-
tökum að eiga rætur sínar að rekja — orðtakið „frá eilífð til ei-
lífðar“, sem flestir hafa kannski haldið að væri einber guð-
rækileg meiningarleysa.
Áðan talaði ég um líkindi þess, að Guð yrði einhvern veginn
að endurnýja sig, til þess að halda við eilífð sinni. Nú er ég
hins vegar allt í einu farinn að tala um Sköpunarverkið — að
nokkur ástæða sé til að ímynda sér að á skiptist í sífellu, Sköp-
unarverk og ekkert Sköpunarverk. Með öðrum orðum: að Guð
endurnýi sig með Sköpunarverkinu og þróunarferli þess, er
nái frá einni eilífð til annarrar. Samanber t.d. bessi ummæli
Páls postula: „Frá Honum, fyrir Hann og til Hans eru allir
hlutir.“ (Róm. 11, 36.)
Það mætti geta þess hérna, að aldrei mun hafa komið fram,
á vegum kristinnar trúfræði, eðlileg og einföld skýring á Sköp-
uninni.
Það er önnur af undirstöðukenningum fornindverskrar trú-
speki — og í nánu sambandi við hina áður greindu —, að raun-
ar sé ekkert til nema Guð. „Guðspekin“ svonefnda mun hafa