Morgunn


Morgunn - 01.12.1972, Qupperneq 42

Morgunn - 01.12.1972, Qupperneq 42
120 MORGUNN Eilíft líf Guðs verður þó til muna aðgengilegri hugmynd — miðað við raunverulega þekkingu okkar — ef við gerum okkur þá grein fyrir því, og getum rökstutt hana með einhverju skyn- samlegu, að Hann verði með einhverjum hætti að endurnýja sig stöðugt eða öðru hverju, til þess að geta verið eilífur. Þessi hugmynd, um sjálfsendurnýjun Guðs, brýtur i sjálfu sér ekki í bág við kenningu Jesú um Föðurinn, en hlýtur hins vegar stuðning í ýmsum frægustu ummælum Nýja-testament- isins. Heimspekilega skoðað hygg ég að ekkert verulegt sé við slíka skýringu að athuga. Auk þess tel ég ástæðu til að nefna í þessu sambandi, og það með áherzlu, að í fornum trúfræðum Indverja er kenning um Guð, er getur túlkazt þannig, einhver helzta undirstöðuhug- myndin. Það er kenningin sú, að stöðugt skiptist á tími og eilífð, Sköpunarverk og ekkert Sköpunarverk. Til þessarar hugmyndar —sem eftir því að dæma ætti þá að hafa verið til, í fomöld, viðar en á Indlandi — hlýtur og eitt hið kunnasta af kirkjulegum orð- tökum að eiga rætur sínar að rekja — orðtakið „frá eilífð til ei- lífðar“, sem flestir hafa kannski haldið að væri einber guð- rækileg meiningarleysa. Áðan talaði ég um líkindi þess, að Guð yrði einhvern veginn að endurnýja sig, til þess að halda við eilífð sinni. Nú er ég hins vegar allt í einu farinn að tala um Sköpunarverkið — að nokkur ástæða sé til að ímynda sér að á skiptist í sífellu, Sköp- unarverk og ekkert Sköpunarverk. Með öðrum orðum: að Guð endurnýi sig með Sköpunarverkinu og þróunarferli þess, er nái frá einni eilífð til annarrar. Samanber t.d. bessi ummæli Páls postula: „Frá Honum, fyrir Hann og til Hans eru allir hlutir.“ (Róm. 11, 36.) Það mætti geta þess hérna, að aldrei mun hafa komið fram, á vegum kristinnar trúfræði, eðlileg og einföld skýring á Sköp- uninni. Það er önnur af undirstöðukenningum fornindverskrar trú- speki — og í nánu sambandi við hina áður greindu —, að raun- ar sé ekkert til nema Guð. „Guðspekin“ svonefnda mun hafa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.