Morgunn - 01.12.1972, Blaðsíða 43
KRISTNAR HUGMYNDIIÍ UM ÞRENNINGU GUÐS
121
tekið þá kenningu að einhverju leyti á arma sína, án þess, að
mér skilst, að hafa gert sér neina skynsamlega grein fyrir
henni — eins og kom t.d. fram í frægum orðum Krishnamurtis,
er hann var einhverju sinni spurður hvort hann hefði séð Guð
og svaraði: „Já — því að ég hef séð þig.“
Heimspekilega skoðað, hygg ég að það sé afar-aðgengileg
hugmynd, að raunar sé ekkert til nema Guð. Því að Sköpunar-
verkið sé upprunalega ekki annað en efni sem Guð losi sig við,
þegar Hans tími til endurnýjunar er kominn. Og er það hafi
runnið hreinsunar- og þróunar-feril sinn á enda, sameinist það
aftur Föðurnum — og enn á ný er ekkert til nema Guð — Ei-
lífðin, tímalaus og tímalaus ekki, eftir sjónarmiði. „Frá Hon-
um, fyrir Hann og til Hans eru allir hlutir."
Nýja-testamentið víkur oftar en einu sinni, í frægum setn-
ingum, að viðhorfum sem heint virðist liggja fyrir að túlka i
samræmi við undanfarna útlistun. „Vér erum samarfar Krists,“
segir í 8. kapítula Rómverjabréfsins. „Nú erum vér börn Guðs,“
segir í 1. Jóhannesar-bréfi, „en það er ekki bert orðið enn, hvað
vér verðum.“ Það skín í gegn, að postulinn segir minna en
hann hyggur sig vita. í Opinberunarbókinni er útkoman af
endanlegri hreinsun og þróun heimsins nefnd „Brúður Lambs-
ins“ þ.e. „Brúður Krists“. Brúður Krists! Ég gizka á, að flestir
hafi haldið um þá nafngift hið sama og ég hygg flesta hafa
haldið um orðtakið „fró eilífð til eilífðar“ — að það sé og hafi
aldrei annað verið en guðfræðilegt og skáldlegt glamuryrði.
Nafngift þessi er hnitmiðuð: Þegar Sköpunarverkið, sem ein og
órofa heild, hefur gengið gegnum allan hreinsunar- og þróunar-
feril sinn, er það fært orðið um að sameinast Guði — það er orð-
ið að „Brúði Krists“ — og er þá nafnið „Kristur“ látið jafngilda
nafninu „Sonurinn“. En „Sonurinn" hlýtur þá að merkja það
horf Guðs, ef svo mætti að orði kveða — eða þó „persónu“ Guðs,
ef menn vilja það heldur —, sem snýr að og sameinast hinu full-
þróaða Sköpunarverki. Og er þá Guð allur aftur — Guð — ekk-
ert nema Guð — hið eina sem til er, þegar allt kemur til alls —
enginn „Faðir“, enginn „Sonur“, enginn „Heilagur Andi“ —
— unz Guð skapar aftur — verður aftur Faðirinn, sem allt frá