Morgunn


Morgunn - 01.12.1972, Side 45

Morgunn - 01.12.1972, Side 45
KRISTNAR HUGMYNDIR UM ÞRENNINGU GUÐS 123 stigna" Drottins, þá séu slíkar ofureflis-stórsýnir að eins gegn- um þoku séðar og þó enn erfiðara að koma viðhlítandi orðum að þeim, —- og ef til vill ekki einu sinni tími kominn til þess þá, — þó að nú, ó kjarnorkuöld —- ef til vill áliðinni — horfi öðru vísi við. „Ég segi yður ekki allt enn sem komið er,“ sagði .Tesús við lærisveina sina að skilnaði,“ „því að þér eruð ekki enn fær- ir um að bera það.“ En hann bætti við, að Andinn Heilagi, Sannleiksandinn, Huggarinn, sem hann myndi senda þeim er hann væri að fullu frá þeim farinn — þ.e. „upp stiginn til Himins“ — myndi á sínum tíma segja þeim allt af létta. Og bæði Testamentin tala um það, að á síðustu timum muni allri helgri og dulinni þekkingu hellt út yfir gervalh mannkynið. Ég hef í undanförnu móli stutt greinargerð mina, ítrekað, með tilvísun fornindverskrar trúspeki. Þó er mér alls ekki ljóst að indversk kenning hafi á nokkurn hátt átt þátt í að mynda með mér þessar hugmyndir. Og um eitt, að minnsta kosti, snertandi hjalpræðisferil Heimsins, er ég hinum indversku skoðunum gersamlega ósamþykkur. Samkvæmt þeim ávinna einstaklingar sér sameiningu við Guð með þvi að hugsa ein- vörðungu um sjálfa sig og skeyta ekkert mn náungann. Þeir orða það nú raunar svo, að þeir beini huganum gervöllum að skoðun Guðs, og því um líkt. Þá finnst mér kenning Krists feg- urri, stórmannlegri og trúlegri: að Heimurinn allur sé í sam- ábyrgð — þeir þroskuðu hjálpi hinum vanþroskuðu, fórni sér fyrir þá til að frelsa þá, bíði eftir þeim — unz gervallt Sköpun- arverkið er þess að fullu búið að sameinast Syninunt — orðið „Brúður Krists“. Með þessari skýringu er og að fullu rutt úr vegi þeirri hneykslunarhellu, sem það liefur að vonum verið mörgum, hvað kjörum manna er misskipt og hvað mikil þjáning er til í heiminum. Menn hafa, að vonum, ekki getað skilið það, að al- góður og almáttugur Guð gengi af eigin hvötum þannig frá lif- inu. Með hinni nýju skýringu sést, að misskiptingin byggist ekki á guðlegu gerræðihelduróhjákvæmilegrieilifðar-nauðsyn. Ekk- ert getur, og gat aldrei, öðru vísi verið en það einmitt varð. („Guð er sá, sem öllu kemur til leiðar í öllum“ eru orð Páls
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.