Morgunn - 01.12.1972, Qupperneq 45
KRISTNAR HUGMYNDIR UM ÞRENNINGU GUÐS 123
stigna" Drottins, þá séu slíkar ofureflis-stórsýnir að eins gegn-
um þoku séðar og þó enn erfiðara að koma viðhlítandi orðum
að þeim, —- og ef til vill ekki einu sinni tími kominn til þess þá,
— þó að nú, ó kjarnorkuöld —- ef til vill áliðinni — horfi öðru
vísi við. „Ég segi yður ekki allt enn sem komið er,“ sagði .Tesús
við lærisveina sina að skilnaði,“ „því að þér eruð ekki enn fær-
ir um að bera það.“ En hann bætti við, að Andinn Heilagi,
Sannleiksandinn, Huggarinn, sem hann myndi senda þeim er
hann væri að fullu frá þeim farinn — þ.e. „upp stiginn til
Himins“ — myndi á sínum tíma segja þeim allt af létta. Og
bæði Testamentin tala um það, að á síðustu timum muni allri
helgri og dulinni þekkingu hellt út yfir gervalh mannkynið.
Ég hef í undanförnu móli stutt greinargerð mina, ítrekað,
með tilvísun fornindverskrar trúspeki. Þó er mér alls ekki ljóst
að indversk kenning hafi á nokkurn hátt átt þátt í að mynda
með mér þessar hugmyndir. Og um eitt, að minnsta kosti,
snertandi hjalpræðisferil Heimsins, er ég hinum indversku
skoðunum gersamlega ósamþykkur. Samkvæmt þeim ávinna
einstaklingar sér sameiningu við Guð með þvi að hugsa ein-
vörðungu um sjálfa sig og skeyta ekkert mn náungann. Þeir
orða það nú raunar svo, að þeir beini huganum gervöllum að
skoðun Guðs, og því um líkt. Þá finnst mér kenning Krists feg-
urri, stórmannlegri og trúlegri: að Heimurinn allur sé í sam-
ábyrgð — þeir þroskuðu hjálpi hinum vanþroskuðu, fórni sér
fyrir þá til að frelsa þá, bíði eftir þeim — unz gervallt Sköpun-
arverkið er þess að fullu búið að sameinast Syninunt — orðið
„Brúður Krists“.
Með þessari skýringu er og að fullu rutt úr vegi þeirri
hneykslunarhellu, sem það liefur að vonum verið mörgum,
hvað kjörum manna er misskipt og hvað mikil þjáning er til í
heiminum. Menn hafa, að vonum, ekki getað skilið það, að al-
góður og almáttugur Guð gengi af eigin hvötum þannig frá lif-
inu. Með hinni nýju skýringu sést, að misskiptingin byggist ekki
á guðlegu gerræðihelduróhjákvæmilegrieilifðar-nauðsyn. Ekk-
ert getur, og gat aldrei, öðru vísi verið en það einmitt varð.
(„Guð er sá, sem öllu kemur til leiðar í öllum“ eru orð Páls