Morgunn - 01.12.1972, Page 49
JAK.OB JÓH. SMÁRI
127
1 gömlum árgöngum Morguns má lesa ritgerðir eftir Smára,
vandaðar jafnt að hugsun og málfæri eins og annað, sem haim
lét frá sér fara. Hann gaf S.R.F.f. handrit að bókinni Ofar dags-
ins önn, sem félagið gaf út. Sem þjóðkunnur vit- og mennta-
maður naut Jakob Smári að sjálfsögðu mikillar virðingar inn-
an S.R.F.l. og var gott að sækja til hans viturleg ráð um mál-
efni og framkvæmdir félagsins. Langflesta félagsfundi mmi
hann hafa setið og sótt um fjóra áratugi rúma, unz hann þraut
heilsu.
Jakob Smári var sannfærður spíritisti, en hvað merkir það?
Dulhyggjumaður — mýstíker — var hann að vissu marki, en
það er ekki sama og að vera spíritisti. Hann var trúmaður, en
spíritismi er ekki trú. Smári var spíritisti í þeim gamla og góða
skilningi, að vera sannfærður um, að skýring spíritista á sál-
rænum fyrirbrigðum væri að því marki rétt, að mörg hinna
bezt vottfestu fyrirbæra yrðu ekki á annan hátt skýrð en svo,
að framliðnir menn — og lifandi enn — væru þar að verki.
Flinsvegar var honum einnig það að sjálfsögðu ljóst, að fjöldi
fyrirbæranna samiar ekkert um líf eftir líkamsdauðann og
verða betur skýrð með öðrum tilgátum. Ljóðið um Myers, sem
Smári birti í fyrstu ljóðabók sinni, Kaldavermslum, bendir til
þess, að hinn glæsilegi gáfu- og lærdómsmaður brezki, F. H.
Myers, hafi leitt hann inn á brautir spíritismans, eins og Einar
H. Kvaran og fleiri frumherja málsins hér á landi.
.Takob Smári gerðist sannfærður spíritisti eftir að hann hafði
kynnt sér rækilega rök vísindamamra með og móti framlífs-
tilgátunni. Fyrir mörgum árum ræddmn við saman þessi efni
— þá sem oftar, og Smári sagði: „Ef á8 mér œtlar aS laeSast
einlwer vottur efa um sannleiksgildi spíritismans, þarf ég ekki
annaS en aS grípa bók og lesa rök andstœSinga hans“.
Jakob Smári var eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar síðari
hluta ævi sinnar, og yfir ljóðagerð hans var heiðríkja fágaðrar
fegurðar. Enda hafa fáir leikið sér að ljóðformi sonnettunnar
eins og liann. Menn hafa glímt við hana siðar, en með mis-
jöfnum árangri. Þýðingar Jakobs Jóh. Smára báru sama svip,
og má þar nefna ekki hvað sízt frábærar þýðingar hans á