Morgunn - 01.12.1972, Qupperneq 71
RITSTJÓRARABB
149
mönnum vegna frábærra hæfileika, telur það stærsta gæfuspor
ævi sinnar, þegar hann komst undir stjórn Einars H. Kvarans
og hlaut þjálfun hjá honum. Hann ætti að vita betur en Jó-
hann Hjálmarsson hve hættulegt er að starfa undir stjórn
slíkra manna.
. „ , SRFl var haldinn fimmtudaginn hinn 1. júní
Aðaliundiir , XT TT, . 0 , , r ,
i Norræna Husinu. Svo sem iram heiur kom-
ið áður dvaldi forseti félagsins, ÍJlfur Ragnarsson, læknir, er-
lendis, og flutti því varaforseti Sveinn Ölafsson skýrslu stjórn-
arinnar um starfið á árinu og fram til þess tíma. Kenndi þar
margra grasa, þar sem félagsstarfið á árinu hafði verið á ýms-
nn hátt viðburðarikt og var hinum ýmsu liliðum félagsstarfs-
ins gei’ð ítarleg skil. — Að aðalfundi loknum skipti stjórnin
síðan með sér verkum eins og fyrir er mælt í núgildandi lögum
félagsins, og er starfsskiptingin innan stjórnarinnar nú þannig:
Forseti: Guðmundur Einarsson, verkfræðingur,
Varaforseti: Sveinn Ólafsson, fulltrúi,
Ritari: Árni Þorsteinsson, fulltrúi,
Gjaldkeri: Magnús Guðbjörnsson, verzlunarmaður,
Meðstjórnandi: Björgvin Torfason, skrifstofumaður.
Svo sem fram kemur i fundargerð aðalfund-
ar var samþykkt að útnefna sr. Jón Auðuns,
dómprófast, heiðursfélaga SRFl, i viður-
kenningarskyni fyrir áralöng störf í þágu málefnisins. Lét
stjórnin gera skrautritað heiðursskjal i þessu tilefni, og var það
afhent sr. Jóni á heimili hans af forseta félagsins Guðmundi
Einarssyni hinn 7. september, og voru viðstaddir þessa athöfn
varaforseíi ásamt ritara. Birti Morgunblaðið mynd ásamt
stuttri frásögn af þessum merkisviðburði, þar sem sr. Jóni var
þakkað hið merka og óbrotgjarna framlag til málefnis sálar-
rannsóknanna hér á landi með látlausum en virðulegum hætti.
rr . . Eins og getið var um i Morgni, 2. hefti ’ 71,
fctvaríurmrrsinni ° ° °
gaf Elinborg Lárusdóttir, skáldkona, krónur
öO.OOO.OO til stofnunar minningarsjóðs um Einar H. Kvaran,
rithöfund og fyrsta forseta SRFÍ. Hefur nú verið gengið frá
skipulagsskrá fyrir þennan sjóð, sem ber nafnið Kvaransminni.
Sr. Jón Auðuns,
heiðursfélagi.