Morgunn - 01.12.1972, Blaðsíða 73
RITSTJÓRARABB
151
samfelldra ára til úthlutunar á einu ári. Fari úthlutun hins
vegar ekki fram í fimm ár eða meira, falla allir ársvextir eldri
en fimm ára endanlega til bundins höfuðstóls.
8. gr. Reikningar sjóðsins skulu árlega endurskoðaðir af
endurskoðendum Sálarrannsóknafélags íslands og síðan birtir
í Stjórnartiðindum.
9. gr. Leita skal staðfestingar forseta Islands á skipulags-
skrá þessari.
Reykjavík, 15. febrúar 1972.
1 stjórn sjóðsins hafa verið útnefndir: Frá SRFf, forseti þess
Guðmundur Einarsson, frá niðjum E. H. Kvarans, Gunnar E.
Kvaran, stórkaupmaður, sonur hans, og frá skyldmennum frú
Elínborgar, sonur hennar Jón Ingimarsson, lögfræðingur. —
Er ekki að efa að þegar fram líða stundir og sjóðnum hefur
vaxið fiskur um hrygg, geti hann orðið málefni sálarrannsókn-
anna lyftistöng. Er og óskandi, að þeir aðrir er vilja mimiast
hins merka starfs Einars H. Kvarans sem brautryðjanda og for-
vígismanns þessara merku mála hér á landi, hafi það hugfast,
að með þvi að styrkja þennan sjóð með fjárframlögum, geta
þeir einnig lagt hönd á plóginn, um leið og þeir heiðra minn-
ingu hins merka baráttumanns.
, . Eins og fram kom á aðalfundi er þess full
°g e agsins. þörf, að lög félagsins verði færð til fullkomn-
ara forms. — Var samþykkt, að slík endurskoðun laga félags-
ins yrði látin fara fram fyrir næsta aðalfund. Hefur Leifur
Sveinsson, lögfræðingur, sem situr í varastjóri SRFl tekið að
sér að annast umsjón með þeirri framkvæmd, sem væntanlega
verður fengin í hendur sérfræðingi um gerð slíkra laga.
Hinn 14. júní í sumar hélt hinn valinkunni
miðill Hafsteiim Björnsson enn einn af sin-
um mjög svo umtöluðu skyggnilýsingafund-
um í Austurbæjarbíói. Var húsið þéttskipað eins og ávallt áð-
ur og komust færri að en vildu. Húsið tekur um 800 manns í
sæti svo sem kunnugt er. — Tókst þessi fundur eins og aðrir
fundir lians með ágætum. Komu fram alls 149 nöfn auk margs-
Skyggnilýsinga-
fundur.