Morgunn - 01.12.1972, Side 83
ÆVAR R. KVARAN:
EYJAN ÞAR SEM LÁTNIR LIFA
Síðastliðið haust kom hingað til Reykjavikur blaðamaður frá
sænska blaðinu Min Varld. og skrifaði siðan i blað sitt grein með
ofangreindri fyrirsögn. Segir blaðamaðurinn, að á fslandi sé
heimur andanna lifandi raunveruleiki; flestir Islendingar trúi
algjörlega á líf að þessu loknu. Furðaði hann sig til dæmis á
þvi, að finna mætti nöfn kunnustu miðla landsins í símaskránni
með miðilstitli. Telur höfundur að næstimi hvert mannsbarn
sé sannfærður spíritisti, og veltir því fyrir sér, hvernig á þessu
standi. Kveður hann, að ef til vill megi skýra þetta með hinni
hrjóstrugu náttúru landsins og hinum fornu sígildu gullaldar-
bókmenntum, sögunum. Þar sé talað um fólk sem „viti“ og
„sjái“ og hafi mikil áhrif á gang mála. Segir hann, að um allt
landið gangi sögur um samband við látna ættingja; á slíkt sé
litið sem næsta eðlilegan hlut og tæpast tiltökumál.
Þó segir greinarhöfundur, að Islendingar séu ekki opinskáir
í þessum efnum við Svía; þeir séu taldir vantrúaðir á slíkt. Þeim
sé kunnugt um, að spíritisminn sé ekki útbreiddur i Svíþjóð.
Landsmenn óttist að brigður verði bornar á frásagnir þeirra.
Ekkert óttist íslendingur meira en það, að bornar séu logn-
ar sakir á þjóð hans. Enda þótt það hafi nú verið i Sviþjóð,
sem Emanuel Swedenborg lifði og starfaði, maðurinn sem sum-
ir halda fram, að hafi verið sá fyrsti sem sannaði að samband
megi fá við heim hinna látnu.
Af þessum ástæðum taldi höfundur sig heldur en ekki hepp-
inn að fá að taka þátt í skyggnilýsingafundi, sem skipulagður
hafi verið í Reykjavík. Miðillinn hafi verið hinn þjóðkunni Haf-
steinn Björnsson og fundurinn haldinn í stærsta kvikmyndahúsi
borgarinnar með 800 sætum. Allir aðgöngumiðar hafi selzt upp
á svipstundu. Fer hér á eftir lýsing greinarhöfundar á því sem
gerðist: