Morgunn - 01.12.1972, Qupperneq 84
162
MORGUNN
„Klukkan níu um kvöldið átti fundurinn að byrja; en klukku-
stund áður var hvert sæti skipað. Islendingar höfðu sótt hann
hvaðanæva af eynni. Þeir komu á jeppum og Landroverum frá
afskekktum bæjum uppi i fjöllum. Þeir komu í lúxusbilum úr
borginni og þeir komu í hjólastólum. Gamlar konur síðklæddar,
prýddar fallegum sjölum og æskan samkvæmt nýjstu tízku.
Hugblærinn var fullur eftirvæntingar, ljós voru deyfð og
einhver tók að leika Mozart á flygil. Svo kom Hafsteinn Björns-
son inn á sviðið. Það rikti dauðaþögn í salnum. Aðstoðarmaður
hans var bezti vinur hans, þrekvaxinn maður, fyrrverandi skip-
stjóri.
Alllanga stund sat Hafsteirm og hvíldi höfuð í hendi sér, svo
tók hann að rykkja höfðinu fram og aftur, og leit í kring um sig.
Við, ljósmyndari minn og ég, sátum á fremsta bekk. Og allt í
kring um okkur óx eftirvæntingin.
Svo kom fyrsta nafnið frá miðlinum og einhver meðal fund-
armanna hrópaði glaður: „Já, já, ég þekki hann!“ Því fylgdu
svo ýmis konar upplýsingar i einstökum atriðum um hinn látna.
Eins og til dæmis, að hann hafi haft útslandandi eyru, vörtu á
hökunni eða verið tenntur með einhverjum sérstæðum hætti.
Stundum brá fyrir fyndni í samskiptum hins látna og viðkom-
andi fundarmanns. Þá brosti miðillinn og vinir lians og fund-
armenn hlógu. Það ríkti mikil stemning; en þó var hún fullkom-
lega alvarlegs eðlis. íslendingarnir virtust blátt áfram þangað
komnir til þess að geta rabbað smástund við látna ættingja og
vini. Þeim finnst ekki óeðlilegra að sækja slíka fundi annað
veifið en okkur að fara á kappleik.
Fundurinn stóð til miðnættis. Þá reis Hafsteinn á fætur alveg
úrvinda og yfirgaf sviðið.
Þrátt fyrir þá erfiðleika sem tungumálið olli mér komst ég,
með góðra manna hjálp, þó að þeirri niðurstöðu, að Hafsteinn
Björnsson hefði á þessu kvöldi nel'nt 162 nöfn, og hefði verið
kannazt við hvert einasta þeirra af einhverjum fundarmanna.
Eina undantekningin var kona ein, sem nefndi sig önnu. Hana
virtist enginn kannast við. 1 mörgum tilfellum könnuðust marg-
ir fundarmanna við vissar persónur, sem „komu í gegn“. Þarf
reyndar engan að undra það, því á öllu fslandi eru ekki nema
107.000 manns og flestir meira eða minna skyldir hver öðrum.