Morgunn - 01.06.1983, Síða 7
DR. MATTHlAS JÓNASSON:
HEIMILDIR ,,AÐ HANDAN“
Ég var hálfvaxinn drengur þegar ég heyrði fyrst rætt
um draumvitranir Hermanns Jónassonar frá Þingeyrum.
Skiptar virtust mér skoðanir á þeim, en vitanlega tók ég
enga afstöðu. Nú hefi ég, gamall maður, gert alvarlega til-
raun til að skilja frásagnir hans, en einskorða mig í þessu
spjalli við nokkrar athugasemdir um einn draum hans:
Draum um Njálu. Svo sérstæður sem þessi draumur er, á
hann þó eðlilega skylt við annað vitrunarfyrirbæri, sem
vekur einnig sálfræðiáhuga minn: erindi Ragnheiðar
Brynjólfsdóttur til Akureyrar.
I. DRAUMUR UM NJÁLU
Hermann var 34 ára þegar hann dreymdi þennan draum,
veturinn 1892—93. Honum þykir sem einhver sé í svefn-
herbergi hans og brátt stendur sá við fótagafl hvílunnar.
Hermann lýsir vexti hans og svipmóti, mjög í stíl Islend-
ingasagna, enda þekkir hann brátt að komumaður er nafn-
kennd persóna úr Brennu-Njáls sögu. Draummaður þessi á
brýnt erindi; hann vill leiðrétta texta Njálu, einkum frá-
sögn um Höskuld Hvítanesgoða, en upphaflega sögu hans
segir hann glataða og hafi afbökuðum þætti um hann verið
fleygað inn i Njálu. Þessi brenglun særir draumamanninn
því meir, að hann er jafnnákominn báðum höfuðaðilum
sögunnar. Hér er sem sé kominn sjálfur Ketill úr Mörk,