Morgunn - 01.06.1983, Page 8
6
MORGUNN
sem legið hefir undir torfunni hátt í niu aldir. Vegna dul-
rænna hæfileika Hermanns og dálætis hans á Njálu hafa
þeir „fyrir handan“ valið hann til að taka á móti leiðrétt-
ingum á sögunni og birta þær. Sé þetta þriðja tilraun
þeirra til að koma leiðréttingum sínum á framfæri. Við-
takendur brugðust, hinn síðari fyrir 200 árum. Nú setji
þeir allt sitt traust á Hermann, enda sé þetta í síðasta sinn,
sem þeim leyfist ,,að birta þetta lifandi manni“.
Draumsögnin er afarlöng. Ef dreymandinn hefir heyrt
hana af vörum gestsins, ætti sá flutningur að hafa tekið
nálægt tvær klukkustundir. Övarlegt væri þó að miða
draumtíma við lengd draumsagnar. Hitt má fullyrða, að
minni dreymandans er það algerlega ofvaxið að muna frá-
sögn draumgestsins nákvæmlega, og virðist Hermann gera
sér það ljóst í orði kveðnu, sem hindrar þó ekki að hann
endursegi samtöl frá orði til orðs. Það skal þó ekki rakið
hér.
Eftir nokkurt hik undirgengst dreymandinn þá kvöð,
sem draummaður leggur honum á herðar. ,,Ég hefi sagt
þér söguna svo rétta og sanna, sem framast er unnt. Máttu
þvi trúa henni svo sem áreiðanlegri. Bið ég þig nú að gera
hana öðrum kunna, svo að eigi sé af sumum trúað röngum
uppspuna“ (94).
,,Ég reis upp frískur og glaðvakandi og þóttist um leið
sjá manninn hverfa út um dyrnar“, bls. 98.
Þessi draumur er allsérkennilegur og með nokkrum
þjóðsagnablæ. Tilraunir hinna framliðnu til að koma „leið-
réttingu" sinni fram eru þrjár, tvær hafa mistekist, allt
veltur á þeirri þriðju. Draumgestur leggur hart að dreym-
andanum að bregðast drengilega við. Hann ógnar honum
jafnvel með að minningin um drauminn muni fylgja hon-
um fram í dauðann, „og ennfremur sú ásökun, að þú hafir
brugðist trausti voru og eigi orðið við innilegustu hjart-
ans bæn löngu dáins manns“ (98).
Undir þessa kvöð virðist Hermann ganga og telja sig
henni skuldbundinn, einnig eftir að hann var laus undan