Morgunn - 01.06.1983, Qupperneq 9
7
HEIMILDIR ,,AÐ HANDAN“
sefjandi hillingum draumsins. Samt dregst úr hömlu sú
framkvæmd sem var brýnust: að skjalfesta drauminn.
Hann hefir trúlega ekki haft aðra vitneskju um eyðandi
mátt gleymskunnar en hversdagsreynslu sína. Hún hefði
átt að duga ásamt þeirri vitneskju að enginn ræður skapa-
dægri sínu, til að knýja hann til að skrá drauminn, meðan
allt lék í fersku minni. Á það hafði draumamaðurinn líka
lagt áherslu og tekið fram, að hann geti aldrei framar
vitjað dreymandans. Hinn mikli dráttur, sem varð á skrán-
ingu draumsins, hlýtur að vekja þann grun, að boðskapur
hins 9 alda nás hafi ekki virst jafn sannfærandi í birtu
dagvitundar sem í grárri skímu skammdegisnæturinnar.
Að minnsta kosti dróst það í 19 ár, að Hermann Jónasson
skráði þennan draum. Enginn fær því að vita, hvernig
ræða Ketils úr Mörk hljóðaði upphaflega.
Hvernig ber þá að skilja frásögnina af draumnum?
Hinn víðfrægi svissneski sálfræðingur Carl Gustav Jung
hefir skýrgreint draum þannig, að hann sé leikhús þar,
sem dreymandinn er leiksvið, leikhöfundur, leikendur, á-
horfendur o.s.frv., þ.e. draumur gerist að öllu leyti í draum-
vitund hins sofandi manns. Meðan á honum stendur tökum
við hillingar hans samt sem raunveruleika. Hvorttveggja
ásannast í Njáludraumnum. Áhugi draumgestsins á leið-
réttingum sögunnar er áhugi dreymandans sjálfs á henni
og þeim atburðarásum, sem þar er lýst. Eins og margir
samtímamenn hans skilur hann Njálu sem sannsögulega
frásögn af raunsönnum persónum og atburðum. Eins og
skiljanlegt er, þykir honum stundum sem frásögnin falli
ekki á þann veg, sem hann vænti og kysi helst. Draum-
gesturinn minnir hann á allmarga slíka staði í Njálu þar,
sem Hermann telji að upphaflega frásögnin hafi brenglast
og fari þess vegna í bága við eðlilega atburðarás. Hver
minnist þess ekki, er hann ungur las Islendingasögur frem-
ur með sögulegum áhuga en bókmenntalegum skilningi,
að hann hefði gjarnan viljað þoka atburð’arásinni til hug-
þekkari vegar, svo sem þar sem sagan lætur hinn frækna