Morgunn - 01.06.1983, Qupperneq 11
9
HEIMILDIH „AÐ HANDAN*'
flestum hafa farið. Akureyri var þá fámennur bær og þessi
viðburður vakti mikla athygli, röksemdir Kambands varð-
andi skírlífiseið Ragnheiðar urðu vinsælt umræðuefni, ekki
síst hjá ungu fólki, sem setti sig auðveldlega í spor elskend-
anna og fann til með þeim. Fyrirlesturinn, Daði Halldórs-
son og Ragnheiður Brynjólfsdóttir, birtist í Skírni 1929.
Næstu ár, 1930—34, birtist svo hið mikla rit Kambans,
Skálholt, sem rís á grunni þeirra rannsókna, sem hann
greindi frá í fyrrnefndum fyrirlestri.
Nálægt fjórum áratugum síðar, 1973—74, birtist sérstætt
ritverk, Ragnheiður Brynjólfsdóttir, sem framliðið fólk
á að hafa lesið fyrir í þeim tilgangi að leiðrétta skráðar
frásagnir af hegðun sinni og örlögum í jarðlifinu. Ragn-
heiður Brynjólfsdóttir, sem þá hafði hvílt rúmar þrjár
aldir í gröf sinni (d. 1663, á 22. aldursári), leitaði til mið-
ilsins frú Guðrúnar Sigurðardóttur um að flytja hina leið-
réttandi frásögn á milli. Lesturinn var tekinn upp á tón-
bönd, svo að ekki þyrfti að leika á tveim tungum, hvað
sögumaðurinn og samstarfsfólk hans „að handan“ hefði
sagt. Afrakstur þessarar samvinnu varð að lokum ritverk
í tveimur bindum, alls 650 bls. í stóru broti. Mun það um
hríð verða nokkuð einstætt í íslenskum bókmenntum.
Sérstæðar urðu að sama skapi viðtökurnar, þegar fyrra
bindið birtist 1973. Þó að dómar féllu á ýmsan veg og síst
bæri minna á þeim neikvæðu, urðu þeir í heild áhrifamikil
auglýsing fyrir bókina, enda sló hún sölumet. Ég tók enga
afstöðu. En þegar ég las bókina, varð ég strax að fallast
á þá aðfinnslu Ólafs Jónssonar (Vísir, 12. nóv. bls. 7), að
í miðilsbókinni væri mörgum atvikum lýst með sömu orð-
um og Kamban gerir í fyrrnefndri skáldsögu sinni. Þótti
þetta að vonum furðulegt og illa viðeigandi, þar sem bók
Kambans er skáldsaga, en miðilsbókin er sögð flytja
sannsögulega frásögn framliðinna manna af atburðum,
sem þeir sjálfir voru þátttakendur í, í jarðvist sinni.
Vegna anna við eigin störf sinnti ég þessu ekki frekar
þá, enda var andrúmslofið kringum útkomu fyrra bindis