Morgunn - 01.06.1983, Qupperneq 17
HEIMILDIR „AÐ HANDAN“ 15
Jú, við skulum gera það, Ragnheiður. Heldurðu að
mamma verði ekki reið. Ég held að mamma verði reið.
Hún þarf ekkert að vita um það. Hvað heldurðu að
mamma þín þurfi að vita um það, þó að við förum út í
vatnið? Við skulum klæða okkur úr hverri spjör.
Alveg rétt. Við skulum gera það.
Elín Hákonardóttir tíndi utan af sér fötin í snatri. Ragn-
heiður Brynjólfsdóttir gerði það sama, og þær fóru i vatnið
og böðuðu sig. Ekki voru þær langt komnar, er þær urðu
varar við einhverja hreyfingu. Þær flýttu sér upp úr vatn-
inu og fóru að þerra sig, en um leið og þær iitu upp, sáu
þær, hvar matrónan í Bræðratungu stóð yfir þeim þung
á svip.“ G. 99.
5. Kirkjuferðin að Hruna
Kamban: „Manstu, þegar þú sagðir mér frá því, segir
Guðrún jsystir Daða] — og hún horfir fast til jarðar — að
þið Daði væruð leynilega trúlofuð?
Við, hrópar Ragnheiður hæðnislega, drambsamlega, um
leið og hún dregur að sér arminn. Hvernig dirfist þú að
segja þetta?
Þú varst sjö ára og hann tólf, það var rétt áður en hann
kom í skóla. Ég var barn líka og spurði, af hverju það
væri leynilegt. Af því hann veit það ekki, sagðir þú.
Dettur þér í hug að slíkur barnaskapur hafi haft nokkuð
með mínar tilfinningar að gera, síðan ég kom til vits og
ára? segir Ragnheiður.“ K. 284.
Guðrún: „Ragnheiður mín, ég hef alltaf haldið, að þú
ættir eftir að mægjast við okkur í Hruna.
Hvað segir þú, Guðrún? Hvernig dettur þér slíkt í hug?
Manstu ekki eftir því, Ragnheiður min, þegar þú varst
átta ára og Daði bróðir minn þrettán, þá sagðir þú mér, að
þið væruð trúlofuð, leynilega.
Guðrún Halldórsdóttir, hvernig dettur þér í hug, að átta
ára barn hafi verið að tala af einhverju viti þar. Heldur