Morgunn - 01.06.1983, Page 20
18
MORGUNN
9. Týnda svipan
Kamban: „Kirkjupresturinn biður borðbænina. Og löngu
seinna kemur Daði, hann gerir afsökun sína við biskup,
hann hefur gleymt svipunni sinni, þar sem hann fór seinast
af baki, og varð að leita hennar áður en rökkvaði.
Komdu sæl, Ragnheiður mín, segir hann við biskups-
dóttur og réttir henni höndina.
Komdu sæll og velkominn, svarar hún með stillingu.
Var þetta dýrmæt svipa?
Dýrmæt, o-nei — hann svarar ekki öðru.“ K. 298.
Guðrún: „Gjörðu svo vel, Daði Halldórsson, og sestu til
borðs. Við höfum beðið þin, en erum þegar byrjuð. Hér
er þitt sæti.
Og Daði Halldórsson verður óhjákvæmilega að ganga
fram hjá Ragnheiði Brynjólfsdótur, um leið og hann sest.
Um leið og hann sér hana, hneigir hann sig örlítið, réttir
fram höndina og segir: Komdu sæl, Ragnheiður mín.
Komdu sæll, Daði Halldórsson. Að hverju varst þú að
leita?
Að silfurbúnu svipunni, erfðagripnum. Ég tapaði henni
henni hérna úti í holtunum.
Var það mjög merkileg svipa, Daði Halldórsson?
Svo merkileg, Ragnheiður, að ég mátti ekki tapa henni.“
G. 108.
10. Slúðrið magnast
Kcmiban: „Þriðji hefir séð eina skólaþjónustuna vera að
búa um rúm Daða og taka upp af gólfinu sokkaband — og
það var alveg auðséð á henni, að hún þóttist þekkja þar
sokkaband jómfrú Ragnheiðar.“ K. 327.
Guðrún: „Ég fann nú samt sokkabandið hennar Ragn-
heiðar á gólfinu framan við rúmið hans, Valgerður veislu-
kerling.
Ætli það hafi ekki verið þitt eigið sokkaband, skepnan
þín?“ G. 131, 134.