Morgunn


Morgunn - 01.06.1983, Side 31

Morgunn - 01.06.1983, Side 31
29 HEIMILDIR „AÐ HANDAN" Guðrún: „Allir voru komnir á sinn stað, þegar meistari Brynjólfur gekk út klæddur og með alla sína sveina. Hall- dór sonur hans var með í förinni og Árni Jónsson líka. Séra Árni Halldórsson ætlaði að fylgja þeim í Borgar- fjörð, og snúa þaðan aftur til Skálholts.“ G. 272. 28. Lögmannsekkjan deyr Kamban: „Hún liggur meðvitundarlaus í rúminu eftir nýafstaðið flog. Eftir langan tíma lýkur hún upp augunum, en þegar hún sér síra Árna Halldórsson standa hempu- klæddan við rúmið sitt, bandar hún frá sér hendinni. Ég vil ekki deyja, segir hún, fyrr en ég er búin að sjá hann Árna minn. Nú liður yður aftur vel, matróna Halldóra, segir síra Árni. Hvenær geta þeir komið? spyr lögmannsekkjan í mjó- um veikum rómi. Eftir svona hálfan mánuð, svarar síra Árni. Er Ragnheiður hér? spyr sjúklingurinn. Já, amma mín. Hún gengur að rúminu og tekur í hönd hennar. Vertu hjá mér, Ragnheiður, þangað til hann kemur, biður amma hennar með lokuð augun.“ K. 423. Guðrún: „Allt í einu var eins og lyftist blæja frá andliti gömlu konunnar. Hún leit hvasst upp. Hvað ert þú að gera hér? Ég vil ekki að neinn sé hér, ég er ekki að deyja. Ég ætla mér að lifa það, að hann Árni minn komi heim. Hvenær koma þeir heim, biskupinn og hann Árni? Ég dey ekki fyrr en hann Árni minn kemur. Ég þarf að fá honum arfinn hans. Matróna Halldóra, vertu róleg, sagði Árni Halldórsson. Hann kemur eftir hálfan mánuð. Þér tekst að sjá hann. Þú ert góður maður, Árni Halldórsson. Þakka þér fyrir bænirnar. Viltu ekki taka sakramentið, matróna Halldóra?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.