Morgunn - 01.06.1983, Page 31
29
HEIMILDIR „AÐ HANDAN"
Guðrún: „Allir voru komnir á sinn stað, þegar meistari
Brynjólfur gekk út klæddur og með alla sína sveina. Hall-
dór sonur hans var með í förinni og Árni Jónsson líka.
Séra Árni Halldórsson ætlaði að fylgja þeim í Borgar-
fjörð, og snúa þaðan aftur til Skálholts.“ G. 272.
28. Lögmannsekkjan deyr
Kamban: „Hún liggur meðvitundarlaus í rúminu eftir
nýafstaðið flog. Eftir langan tíma lýkur hún upp augunum,
en þegar hún sér síra Árna Halldórsson standa hempu-
klæddan við rúmið sitt, bandar hún frá sér hendinni.
Ég vil ekki deyja, segir hún, fyrr en ég er búin að sjá
hann Árna minn.
Nú liður yður aftur vel, matróna Halldóra, segir síra
Árni.
Hvenær geta þeir komið? spyr lögmannsekkjan í mjó-
um veikum rómi.
Eftir svona hálfan mánuð, svarar síra Árni.
Er Ragnheiður hér? spyr sjúklingurinn.
Já, amma mín.
Hún gengur að rúminu og tekur í hönd hennar.
Vertu hjá mér, Ragnheiður, þangað til hann kemur,
biður amma hennar með lokuð augun.“ K. 423.
Guðrún: „Allt í einu var eins og lyftist blæja frá andliti
gömlu konunnar. Hún leit hvasst upp.
Hvað ert þú að gera hér? Ég vil ekki að neinn sé hér,
ég er ekki að deyja. Ég ætla mér að lifa það, að hann Árni
minn komi heim. Hvenær koma þeir heim, biskupinn og
hann Árni? Ég dey ekki fyrr en hann Árni minn kemur.
Ég þarf að fá honum arfinn hans.
Matróna Halldóra, vertu róleg, sagði Árni Halldórsson.
Hann kemur eftir hálfan mánuð. Þér tekst að sjá hann.
Þú ert góður maður, Árni Halldórsson. Þakka þér fyrir
bænirnar.
Viltu ekki taka sakramentið, matróna Halldóra?