Morgunn - 01.06.1983, Side 34
32
MOHGUNN
33. Reiðin til Skálliolts
Kamban: „Næsta dag ríða feðgarnir í hörkufrosti til
Skálholts.
Karlmannlegt veður, segir síra Halldór Daðason. Daði
er fámæltur, en prófastur glaðvær og skrafhreifinn.
Er frosin í þér tungan, maður? segir hann.
Hartnær, segir Daði.
Er það æska! segir síra Halldór og gefur hestinum drag.“
Sbr. K. 443.
Guörún: „Morguninn rann upp og Hrunafeðgar riðu til
Skálholts. Það var kalt, og þeir höfðu munntrefla. ... gat
síra Halldór ekki þagað lengur. Hann þurfti að tala. .. .
Hann talaði sleitulaust, en Daði svaraði einsatkvæðisorð-
um. Þeir voru komnir heim undir Skálholt, þegar Halldór
sagði hranalega:
Er frosin í þér tungan, strákstauli?
Nei, faðir minn, það er ekki frosin í mér tungan. G.
302-03.
34. ÓléttukufLarnir í Brœðratungu
Kamban: „Nú eru teknir fram strangar af stórum vað-
málum og klipptir sundur í hempur. Frosthempur kallar
Helga Magnúsdóttir þær, og hún sníður þær sjálf . . . og
Helga sér um að nógu margar ungmeyjar á þessu stóra
heimili gangi svona klæddar frá morgni til kvölds, svo að
það veki enga undrun, þó að jómfrú Ragnheiður sjáist ekki
öðru vísi búin.“ K. 447.
Guðrún: „Matróna Helga lét taka fram vaðmál og sníða
nokkurs konar kufla, sem voru mjög víðir. Þegar búið var
að sauma þá, klæddi hún allt kvenfólkið í slíka kufla. Þeg-
ar hún kallaði konurnar fyrir sig, sagði hún við þær, að
þær ættu að klæðast þessu vegna kuldans, en hún gerði
það vegna Ragnheiðar Brynjólfsdóttur.“ [Lengri óþörf
skýring fylgir]. G. 290.