Morgunn - 01.06.1983, Qupperneq 40
38
MORGUNN
faðir að barni Ragnheiðar, í báðum grípur Halldóra fram
í samtalið með þeirri yfirlýsingu, að hún taki barnið að
sér. Sbr. K. II. 27-29. G. II, 10-17.
46. För Helgu til Skálholts
Kamban II: „Við meðreiðarsvein sinn talar Helga naum-
ast hundrað orð á leiðinni." K. II, 34.
Guðrún II: „Helga mælir fátt við hestasveininn, aðeins
orð og orð á stangli." G. II, 26.
Kamban II: ,,í níu daga hefir Brynjólfur Sveinsson að
heita má verið horfinn sjónum manna í Skálholti. Hann
hefir ekki getað borið af sér rothögg forlaganna." K. 11,34.
Guðrún II: „Brynjólfur biskup er tekinn til starfa eftir
9 daga hvíld. Hann hefir ekki snert á neinu verki, frá því
að honum var færð fregnin um fæðing Þórðar Daðasonar."
G. II, 24.
Kamban II: „Áður en vika er liðin frá deginum í dag
sendi ég menn til Bræðratungu og læt flytja þau hvort á
sinn dvalarstað. Svo tölum við ekki meira hér um. . . .
Þá verðið þér að vanda vel til fararinnar, herra, segir
Helga með storkandi ró, því fyrr en ég vil skulu þau ekki
flytjast úr Bræðratungu utan með valdi og ofbeldi — ef
ég kemst óhindruð nú úr Skálholti." K. II, 37.
Guðrún II: „Eitt læt ég þig vita, Helga Magnúsdóttir,
að hingað þarft þú ekki að koma til að skipa mér um
ráðstafanir gagnvart dóttur minni. Því er öllu ráðstafað
og verður ekki breytt. Eftir vikutíma kemur þú með hana
hingað að Skálholti, og hún tekur aflausn í dómkirkjunni
hér.
Þetta eru þín orð, meistari Brynjólfur. . . . Ég hef ekki
leyfi til að brjóta biskupsvald, og það mun ég ekki gera,
en eftir viku kemur Ragnheiður Brynjólfsdóttir ekki til
aflausnar í Skálholtsdómkirkju. Það get ég látið þig vita.
Þá getur þú komið sjálfur til Bræðratungu og sótt hana,
en það læt ég þig líka vita, að þá verða mínar dyr varðar