Morgunn - 01.06.1983, Page 43
41
HEIMILDIR ,,AÐ HANDAN"
. .. Hún stingur fjöðrinni í botn á blekhorninu, þerrir
pennan fast á barminum, fastara en hún mundi gera ef hún
væri róleg, strax við R-ið sér hún, að penninn er gruggug-
ur, hún skrifar áfram, blekið er lítið, en hún dýfir ekki í
aftur, þetta er víst nógu gott, nú er hún undirskrifar sína
eigin smán.“ K. II, 99—100.
GuÖrún II: „Faðir minn, vilt þú lofa mér að lesa þetta í
einrúmi? Ég verð ekki lengi.
Það er sjálfsagður hlutur. Farðu inn í ónstofuna, og
lestu það þar.
Skilmálarnir eru nokkuð harðir. Hún má ekki fara út
af Skálholtsstað. Hún má heldur ekki lifa upp á sitt hopp
og hí, og er hún les það, verður hún fyrst særð. Hún stapp-
ar í gólfið. ...
Vilt þú skrifa undir, Ragnheiður Brynjólfsdóttir?
Já, faðir minn, ég skrifa undir vegna vilja þíns.
Ragnheiður dýfir pennanum eins lítið ofan í blekið og
hún getur. Hún skrifar ekki vel, og stafirnir eru ekki
skýrir. Hana langar ekki til að dýfa pennanum aftur í
blekið. Svo skrifar hver af öðrum undir. Helga Magnús-
dóttir er sneypt, þegar hún skrifar nafnið sitt undir þetta
skjal.“ G. II, 81.
52. Barnsgrátur
Kamban II: ,,f einu vetfangi stendur hún kyrr, líkt og
stungin í hjartað. Hún heyrir barnsgrát þar inni. En henni
er engin leið að flytja fæturna, hún verður að hlusta. ...
Hvað er þetta? spyr hún allt í einu.
Það er krakkinn hennar Ingibjargar.
... Það er meira en hálfs árs nú. Ingibjörg er og verður
hér og fær að hafa barnið hjá sér.“
Guðrún II: „Allt í einu sér Steinunn, að Ragnheiður
grípur fyrir eyrun. Hún hleypur til hennar.
Ragnheiður mín, hvað er að þér? Komdu með mér.