Morgunn - 01.06.1983, Page 51
HEIMILDIR ,,AÐ HANDAN“ 49
mér reiknast til. Ég skal veðsetja þér þá, ef þú vilt lána
mér þetta í dag.
Helga þegir stundarkorn, en segir svo:
Þetta skal ég gera, Daði Halldórsson." G. II, 215.
IV. UM EIÐINN SKILJA LEIÐIR
Þó að atburðarás Guðrúnarbókar sé að meginefni í sam-
ræmi við skáldsögu Guðmundar Kambans, eins og fram-
anskráð textadæmi sanna, eru i Guðrúnarbók margir
kaflar, þar sem slíks skyldleika gætir ekki, svo sem kaflar
1—7; þeir eiga sér enga samsvörun í skáldsögu Kambans.
Sögumenn „að handan,“ sem sögðu fram þennan hluta
gegnum munn miðilsins, eru nafngreindir: Brynjólfur
og Haraldur prófessor Níelsson. I formála að 1. bindi segir
Stefán Eiríksson.
„Nú þótti Skálholtsfólkinu, að sagan kæmist ekki nógu
vel til skila á þennan hátt, og þess vegna var þessu breytt.
Sr. Þórður Jónson gerist nú sögumaður.“
Þórður þessi var merkur lærdómsmaður á sinni jarð-
vistartíð. Ef framliðnir menn eru jafn kunnugir högum
jarðarbúa og láta sér jafn annt um okkur og boðað er í
þeim þremur bókum Guðrúnar Sigurðardóttur, sem ég
þekki, þá þyrfti engan að undra, þótt síra Þórður væri svo
nákunnugur Skálholti eftir Kamban, að frásagnarháttur
og jafnvel orðalag Kambans fljóti víða inn i sögu hans.
Frásögn síra Þórðar „að handan“ er iíkust því sem ung-
menni væri að semja fyrstu bók sína undir áhrifum eldri
höfundar, sem það dáði mjög. Þó að Þórður hafi flett upp
á I. kafla í nefndu riti Kambans, þegar hann tók við sögu-
þræðinum af þeim Brynjólfi, gæti skyldleikinn tæplega
hafa orðið greinilegri. Rittengsl af þessu tagi endurtaka
sig sífellt í meginhluta Guðrúnarbókar eins og textadæmin
hér að framan sýna og sanna, allt fram til ættleiðingar
Þórðar og lántöku Daða í Bræðratungu. Ragnheiður hvílir
4