Morgunn


Morgunn - 01.06.1983, Page 53

Morgunn - 01.06.1983, Page 53
51 HEIMILDIR „AÐ HANDAN“ gerðar, jafnan titluð veislukerling í sögunni, við biskup. Þegar Oddur skólameistari hefir hafnað niðui’lægjandi til- mælum biskups um, að hann tjóðri sig við svefnstofudyr Ragnheiðar og vakti hana þannig, að enginn komist inn til hennar, lætur biskup kalla Valgerði gömlu til sín. Sam- tal þeirra ber farsakeim. Gamla konan þrumar yfir biskupi eins og hverjum öðrum pörupilti. Strangur myndugleiki hans herradóms glúpnar fyrir orðavaðli hennar. Hún skirr- ist ekki við að tala um sortann, sem umlyki hann og að þess tíma trú benti til návistar satans. (G. I, 170). Enginn maður hefir nokkru sinni sýnt biskupi þvílíka frekju. Og hann sér að lokum sitt óvænna: „Valgerður mín, við skulum vera vinir.“ Kerling felst á það, en tónn hennar mildast ekki: „Þvílíkur aumingi. ... Þú mættir skammast þín.“ (171). Biskup ræður nú Valgerði gömlu til að halda vörð við dyr Ragnheiðar, og hún leikur áfram sitt sérstæða hlut- verk fáeina sólarhringa, sem enn eru eftir fram að eið- tökunni. Hún gerir þeim Ragnheiði og Daða kleift að eiga ótrufluð saman eina nótt, áður en Ragnheiður sver eið opinberlega að óspilltum meydómi sínum, en samkvæmt skilningi skáldsins Guðmundar Kambans átti þessi örlaga- ríka samvera sér stað nóttina næstu eftir svardagana. Vel má skilja þessa tilfærslu sem fyrstu ábending höf- unda Guðrúnarbókar um það, að Ragnheiður hafi visvit- andi svarið rangan eið, enda er tilgangur sögunnar einmitt sá að skýra frá þessu: Hún sór rangan eið. 1 skáldsögu Kambans er eiðurinn skír og vafalaus. Ragnheiður sver og ákallar guð til vitnis um að hún sé hrein mey, óspjölluð af öllum karlmanns völdum. Sú innri barátta, sem hún heyr fyrir svardagann, sprettur bæði af kvenlegu stolti hennar og þeirri tilfinningu, að með eiðnum sverji hún af sér ást sína til Daða. Og hún stendur við eið sinn, frá því fyrsta að skuggi efans fellur á hann og til hinstu stund- ar. Þegar Helga frænka hennar sér síðar um sumarið, að Ragnheiður er þunguð, spyr hún byrstum rómi:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.