Morgunn - 01.06.1983, Síða 53
51
HEIMILDIR „AÐ HANDAN“
gerðar, jafnan titluð veislukerling í sögunni, við biskup.
Þegar Oddur skólameistari hefir hafnað niðui’lægjandi til-
mælum biskups um, að hann tjóðri sig við svefnstofudyr
Ragnheiðar og vakti hana þannig, að enginn komist inn
til hennar, lætur biskup kalla Valgerði gömlu til sín. Sam-
tal þeirra ber farsakeim. Gamla konan þrumar yfir biskupi
eins og hverjum öðrum pörupilti. Strangur myndugleiki
hans herradóms glúpnar fyrir orðavaðli hennar. Hún skirr-
ist ekki við að tala um sortann, sem umlyki hann og að
þess tíma trú benti til návistar satans. (G. I, 170). Enginn
maður hefir nokkru sinni sýnt biskupi þvílíka frekju. Og
hann sér að lokum sitt óvænna:
„Valgerður mín, við skulum vera vinir.“
Kerling felst á það, en tónn hennar mildast ekki:
„Þvílíkur aumingi. ... Þú mættir skammast þín.“ (171).
Biskup ræður nú Valgerði gömlu til að halda vörð við
dyr Ragnheiðar, og hún leikur áfram sitt sérstæða hlut-
verk fáeina sólarhringa, sem enn eru eftir fram að eið-
tökunni. Hún gerir þeim Ragnheiði og Daða kleift að eiga
ótrufluð saman eina nótt, áður en Ragnheiður sver eið
opinberlega að óspilltum meydómi sínum, en samkvæmt
skilningi skáldsins Guðmundar Kambans átti þessi örlaga-
ríka samvera sér stað nóttina næstu eftir svardagana.
Vel má skilja þessa tilfærslu sem fyrstu ábending höf-
unda Guðrúnarbókar um það, að Ragnheiður hafi visvit-
andi svarið rangan eið, enda er tilgangur sögunnar einmitt
sá að skýra frá þessu: Hún sór rangan eið. 1 skáldsögu
Kambans er eiðurinn skír og vafalaus. Ragnheiður sver
og ákallar guð til vitnis um að hún sé hrein mey, óspjölluð
af öllum karlmanns völdum. Sú innri barátta, sem hún
heyr fyrir svardagann, sprettur bæði af kvenlegu stolti
hennar og þeirri tilfinningu, að með eiðnum sverji hún
af sér ást sína til Daða. Og hún stendur við eið sinn, frá
því fyrsta að skuggi efans fellur á hann og til hinstu stund-
ar. Þegar Helga frænka hennar sér síðar um sumarið, að
Ragnheiður er þunguð, spyr hún byrstum rómi: