Morgunn - 01.06.1983, Page 55
53
HEIMILDIR „AÐ HANDAN“
fara að? Þú ert búin að sverja eiðinn, Ragnheiður Brynj-
ólfsdóttir, og það er það þyngsta“.
„Ég veit það, Helga, það var það þyngsta fyrir mig, en
veistu Helga . . ., ég sagði föður mínum að ég elskaði Daða
Halldórsson og Daði sagði honum það sama, en samt lét
hann mig sverja.“
„Ragnheiður Brynjólfsdóttir, ég sagði honum þetta sama
líka, en samt lét hann þig sverja.“
„Og Helga, ég var ekki viss, þegar ég sór eiðinn, hvort
þetta væri svona. Það er sannleikur."
„Guð fyrirgefi þér, barnið mitt. Ég veit, að þú segir
mér satt, Ragnheiður Brynjólfsdóttir."
„Ég segi þér satt, en svo vissi ég það, vissi það bara
stuttu eftir að ég sór eiðinn.“ G. I, 284.
1 þessu samtali er gefið í skyn, að Ragnheiður hafi
svarið nauðungareið og því sé hann marklaus, enda er
Helga látin segja, að lög mannanna séu „miklu stærri en
guðslög,“ en guð sé svo réttlátur, að hann dæmi fremur
eftir hjartalagi mannsins en ytri gerðum.
Réttlæti getur samt verið hart, og það er ekki guð
miskunnseminnar, sem lifir í hug þjóðarinnar á fyrstu
áratugum 17. aldar, heldur hinn strangi Jahve, sem gaf
boðorðið, sem valdsmenn aldarinnar fylgdu svo dyggilega:
„Eigi skalt þú láta galdrakonu lífi halda“ (II, Mós. 2218.).
Getur þá meinsæriskona vænst sér mikillar liknar?
Þess vegna vekur eiðurinn Ragnheiði sífellt hugarang-
ur og nagandi iðrun. Von og kvíði vega salt í bænum
hennar.
„Blessaður sért þú, himnafaðir, sem gefur mér náð þína
og miskunn, mér sekri konu, sem sór eiðinn rangan.“ . . .
„Það fór þytur um stofuna. Ragnheiður fjarlægðist, og
hún heyrði söng. Hún skildi ekki sönginn, en hún náði
fyrstu orðunum í sálminum ... Allt eins og blómstrið
eina.“
„Allt eins og blómstrið eina, guð minn góður, hvað þetta
er fagurt. Það er blómstrið þitt, Ragnheiður, það er dreng-