Morgunn - 01.06.1983, Qupperneq 58
56
MORGUNN
ið frið. Hún er laus úr viðjum sinna eigin og annarra
mistaka.“ (G. II, 7).
Hvað veldur þessari óró? Nægir Ragnheiði ekki að
iðrast og játa fyrir guði? Skuldar hún enn eftir dauða sinn
jarðarbúum sérstaka játningu? I Guðrúnarbók er Ragn-
heiður sögð játa og lýsa því endurtekið, að eiður hennar
sé meinsæri, hún játar það fyrir Helgu í Bræðratungu,
fyrir Elínu dóttur hennar og loks, skömmu fyrir dauða
sinn, játar hún meinsæri fyrir föður sínum, móður sinni
og Helgu og biður þau og guð innilega um fyrirgefningu.
Allt þetta á að hafa gerst á því skeiði, sem hún lifði eftir
hinn örlagaríka eið. Annað hvort er þessi frásögn sönn eða
login. Ef hún er sönn í þeirri merkingu, að greindar játn-
ingar meinsærisins hafi gerst raunverulega, þá er ekki
auðskilið, hvernig endurtekning ,,að handan“ ætti að geta
aukið á sálarfrið hennar fram yfir þann frið, sem hún
hefir þegar öðlast fyrir guðs náð. En ef frásögnin er upp-
spuni eða verður af flestum talinn vera það, er Ragnheiður
þá ekki söm og áður í augum núlifandi kynslóða: sek um
meinsæri eða saklaus af þvi? Guð einn er læs á launrúnir
samviskunnar, en oss, skammsýnum mannverum, ber að
túlka vafaatriðin í anda kærleikans hinum sakfellda í hag.
Það er mennskur drengskapur.
Á okkar tíð, undir lok 20. aldar, er eiður nánast orðinn
formsatriði, sem við fullnægjum umhugsunarlítið. En á 17.
öld var hann ægilegt ákall, miskunn eða refsing guðs fyrir
eiðsvarann. Meinsæri skipaði sess með dauðasyndum, svo
sem göldrum. Sterk rök þarf til, að menn trúi slíkum
tortímandi glæp á tvítuga stúlku. Ég finn þau ekki í Guð-
rúnarbók. Sögumaður hennar hamrar að vísu á þvi, að
saga hans sé sönn, en af því einu verður hún ekki hótinu
sennilegri. Rökin vantar samt.
Úr þeirri vöntun hefðu höfundar Guðrúnarbókar getað
dregið að hluta, ef þeir hefðu búið tryggilegar um við-
tökuna, kallað valinn hóp vísindamanna til samstarfs um
allan undirbúning, eftirlit með hljóðritun, varðveislu og