Morgunn - 01.06.1983, Page 59
57
HEIMILDIR ,,AÐ IIANDAn“
afritun tónbandanna. Þannig upptekin og vottfest, yrði að
minnsta kosti tilurð sögunnar síður vefengd, enda lægju
þá öll gögn fyrir, opin þeim sem kynnu að vilja rannsaka
einhver atriði nánar. Að því er ég fæ séð, var slíks öryggis
ekki gætt. Stefán og Guðrún Sveinbjarnardóttir sáu ásamt
miðlinum ein um langflesta fundina. Enga tortryggni þarf
til, þótt sagt sé að Guðrúnarsaga hefði getað orðið trú-
verðugri, ef nokkrir vísindalega þjálfaðir menn hefðu
verið fengnir til liðs við þennan hóp. Það er mannlegt að
treysta sjálfum sér best, en blint sjálfstraust leiðir oft til
falls.
1 okkar tilviki lét afleiðingin ekki á sér standa. Strax
við útkomu I. bindis mætti verkið yfirgnæfandi tortryggni
gagnrýnenda. Ólafur Jónsson reit umsögn í Vísi (12. nóv.
1973) og benti m.a. á hinn nána skyldleika við fyrrnefnda
skáldsögu Kambans og nefndi dæmi, sem vöktu furðu og
tortryggni.
Aðfinnslum hans svaraði Stefán þannig:
„Við vissum um þessi 6—8 dæmi, sem Ólafur bendir á.
Annað er ekki líkt með bókunum tveimur.“ (Alþbl. 15.
nóv. 1973).
Ólafi hafa eflaust verið kunn fleiri dæmi um skyldleika,
þó að þau rúmuðust ekki í stuttum blaðaritdómi hans.
Furðulegt er aftur á móti, ef Stefáni Eiríkssyni hefir að-
eins verið kunnugt um 6—8 staði. í skrá minni hér að fram-
an, sem er þó alls ekki tæmandi um of náin rittengsl, gefur
að iesa yfir 60 greinar úr hvorri bókinni þar, sem texti
Guðrúnarbókar er greinilega saminn undir sterkum áhrif-
um af Skálholti Guðmundar Kambans. Það er því ekkert
vafamál, að textar úr skáldsögu Kambans hafa runnið viða
inn í Guðrúnarbók. Auk þess er söguþræði Kambans fylgt
í stórum dráttum og ýmsum smáatriðum, sem einkenna
skáldskap hans; sú samfylgd hefst með 8. kafla Guðrúnar-
bókar, þegar síra Þórður tekur við sem sögumaður, og
helst í lotum þangað sem frásögn Kambans lýkur. Á þessu
leikur enginn vafi. Um það getur glöggur lesandi fullvissað