Morgunn


Morgunn - 01.06.1983, Síða 62

Morgunn - 01.06.1983, Síða 62
60 MOHGUNN 1958, og Leiðin heim, 1969, sýna leikni hennar að lýsa yfir- skilvitlegum fyrirbærum. Hún segir frá ferðum sínum um ómælissvið æðri heima þar sem allar verur baða sig í himneskum ljóma, hljómum og glitrandi blómadýrð — að minnsta kosti á þeim sviðum, sem hinum hólpnu eru ætluð. I viðtölum sínum við framliðna fær hún skýring á mörgu, sem er langt ofar skilningi dauðlegra manna, og frá þess- um himnesku sjónarhæðum gefur henni sýn yfir jarðlífið og allan ófullkomleika þess. Hún fylgist með nýlátnum á leið frá jarðlífi til æðri sviða, sumt er ekki nægilega undir- búið og verður því að dvelja um skeið á fremur ömurlegu tilverustigi. Guðrún lýsir óhugnanlegum ferðum sínum þangað, en henni er enginn háski búinn, ,,bjarti“ maður- inn er ávallt í fylgd með henni ásamt Haraldi, sem naum- ast sleppir af henni hendi. Þeir sýna henni allt, sem æðri máttarvöld leyfa, leiða hana jafnvel eins langt út á ,,brúna“ og unnt er með jarðarveru. Nokkrir kaflar Guðrúnarbókar — einkum í upphafi og undir iokin — eru í þessum dúr, en meginhlutinn, sá sem síra Þórður í Hítardal er sagður sögumaður að, er aftur á móti með römmum jarðlífskeim eins og hin jarðbundna skáldsaga Kambans. LOKAORÐ Vitrun Hermanns Jónassonar og Guðrúnar Sigurðar- dóttur er það sameiginlegt m.a. að „vera að handan“. Hún ieitar til þeirra eftir misheppnaðar fyrri tilraunir til að leiðrétta skilning nútímamanna á löngu liðnum atburðum. Draummaður Hermanns segist gera þriðju og síðustu leyfi- legu tilraunina til að leiðrétta texta Njálu, en Ragnheiður á að vilja koma öllu fólki í skilning um það, að hún hafi svarið rangan eið. Ég veit ekki hve oft hún hefir reynt það áður, en vel gæti þetta verið þriðja tilraun hennar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.