Morgunn - 01.06.1983, Qupperneq 62
60
MOHGUNN
1958, og Leiðin heim, 1969, sýna leikni hennar að lýsa yfir-
skilvitlegum fyrirbærum. Hún segir frá ferðum sínum um
ómælissvið æðri heima þar sem allar verur baða sig í
himneskum ljóma, hljómum og glitrandi blómadýrð — að
minnsta kosti á þeim sviðum, sem hinum hólpnu eru ætluð.
I viðtölum sínum við framliðna fær hún skýring á mörgu,
sem er langt ofar skilningi dauðlegra manna, og frá þess-
um himnesku sjónarhæðum gefur henni sýn yfir jarðlífið
og allan ófullkomleika þess. Hún fylgist með nýlátnum á
leið frá jarðlífi til æðri sviða, sumt er ekki nægilega undir-
búið og verður því að dvelja um skeið á fremur ömurlegu
tilverustigi. Guðrún lýsir óhugnanlegum ferðum sínum
þangað, en henni er enginn háski búinn, ,,bjarti“ maður-
inn er ávallt í fylgd með henni ásamt Haraldi, sem naum-
ast sleppir af henni hendi. Þeir sýna henni allt, sem æðri
máttarvöld leyfa, leiða hana jafnvel eins langt út á ,,brúna“
og unnt er með jarðarveru.
Nokkrir kaflar Guðrúnarbókar — einkum í upphafi og
undir iokin — eru í þessum dúr, en meginhlutinn, sá sem
síra Þórður í Hítardal er sagður sögumaður að, er aftur
á móti með römmum jarðlífskeim eins og hin jarðbundna
skáldsaga Kambans.
LOKAORÐ
Vitrun Hermanns Jónassonar og Guðrúnar Sigurðar-
dóttur er það sameiginlegt m.a. að „vera að handan“. Hún
ieitar til þeirra eftir misheppnaðar fyrri tilraunir til að
leiðrétta skilning nútímamanna á löngu liðnum atburðum.
Draummaður Hermanns segist gera þriðju og síðustu leyfi-
legu tilraunina til að leiðrétta texta Njálu, en Ragnheiður
á að vilja koma öllu fólki í skilning um það, að hún hafi
svarið rangan eið. Ég veit ekki hve oft hún hefir reynt
það áður, en vel gæti þetta verið þriðja tilraun hennar.