Morgunn - 01.06.1983, Síða 66
64
MORGUNN
á leið. Með guðlegri ást sinni hefur hinni æðstu veru, guði,
tekist að skapa efni alheimsins, sem allar jarðir, sólir og
vetrarbrautir er myndað af, og vegna þessarar óendanlegu
ástar hefur bæði hér á jörðu og víðar um alheim vaxið
fram líf og lífmyndir ýmiskonar, sem náð hafa misjafnlega
langt í fullkomnun. Hér á jörð er maðurinn á margan hátt
fullkomnasta lífveran, þrátt fyrir alla annmarka, vegna
þess, að hann er farinn að hugsa, á sjálfstæðan hátt, og
gerir sér grein fyrir eigin vitund og eigin möguleikum.
III. Takmark hinnar æðstu veru
Takmark hinnar æðstu veru, guðs, er að þróa allt líf í
átt til sín. „Guð skapaði manninn í sinni mynd“, segir í
sköpunarsögu biblíunnar.
Líklegt mætti telja, að lífverur þær, sem lengra eru
komnar í lífstefnuátt á öðrum hnöttum, hafi einmitt hlið-
stætt vaxtarlag, útlit o. fl. þrátt fyrir nær óendanlega miklu
meiri fegurð og ljóma, því slíkar verur munu vera geisl-
andi, svo sem fram kemur af frásögnum ýmissa sjáenda,
þeirra sem veist hefur í fjarsýn að sjá hinar fullkomnari
lífverur annars staðar í heimi, sem komnar eru langt fram
yfir mannsstig það, sem við þekkjum hér á jörðu.
En tilgangurinn með sköpun og þróun lífsins og manns-
ins sérstaklega, er ,,að hann líkist æ meir hinni æðstu
veru, verði að lokum sjálf hin æðsta vera“. Þetta kann
að hljóma undarlega, en þó er þetta það sem Kristur boð-
aði. „Verið fullkomnir, eins og faðir yðar á himnum er
fullkominn.“ Þetta er einmitt tilgangur guðs með mann-
inn. Hinn óendanlegi kærleikur hans ætlast til, og vinnur
að því án afláts, að þessu marki verði náð. Fyrr nær hann
ekki tilgangi sínum með manninn en að þetta takist. Og
til þess, að þetta megi verða, að manninum miði áfram
í átt til hinnar æðstu veru, þá verða menn að taka undir
með hinum mikla mætti, vera honum samtaka í því ætlun-
arverki, að vinna bug á verðimegund hins illa, uppræta