Morgunn - 01.06.1983, Síða 70
68
MORGUNN
ingar dr. Helga Pjeturss á fyrri hluta þessarar aldar þar,
sem hann talar um að brautin uppávið sé óendanleg og
að því meiri fullkomnun sem náð hafi verið, því fremur
verði við hana bætt (Samnýall bls. 105). Hann talar einnig
um að guðsríki sé sambandsvera þar, sem allir einstaking-
arnir séu fullkomlega samstilltir til einnar lífheildar (Ný-
all bls. 326)
VIII. Hugljómun — Dhamniapada
Til er bók sem heitir Dhammapada — leiðin til lífsvisku,
í snilldarþýðingu Sörens Sörensens beint úr fornmálinu
Pali, en þar er að finna orð og spekimál sjálfs Búddha,
hins mikla trúarbragðahöfundar. Mun ég ekki hér taka
upp neitt af orðum hans, en í bókinni segir m.a. frá ævi
Búddha og hvernig hann öðlaðist lífsvisku sína.
Þar segir svo meðal annars:
Eftir miklar þrengingar og hugarkvalir settist hann
undir stórt fíkjutré, og hét því að standa ekki upp frá
því aftur fyrr en hann væri búinn að skynja hin eilífu
sannindi og finna lausnina á mannnlegri þjáningu, eða
deyja ella.
Þarna sat hann heiia nótt og beindi huga sínum að
kjarna allrar tilveru.
„Þegar aftur tók að lýsa af degi, gerðist hið mikia und-
ur. Vitund hans uppljómaðist í einu vetfangi. Hann stóð
andspænis sannleikanum sjálfum. Hann skynjaði í djúpi
vitundar sinnar öll meginrök lífs og dauða. Sigur var að
lokum unninn og hinn frelsandi sannleikur fundinn. Sidd-
hattha var nú orðinn Buddha, meistari visku og kærleika."
1 dulfræðiritum er oft talað um uppljómun eða hug-
Ijómun, og ekki efa ég að slík reynsla eigi sér stað. Þeim,
sem slíkt reyna, finnst þeir skilja allar ráðgátur tilver-
unnar, og að þeim veitist máttur til að umbreyta öllum
háttum mannkynsins.
Hvað gerist raunverulega við slíka reynslu? Að minni