Morgunn - 01.06.1983, Page 71
JARÐLÍFIÐ 69
hyggju hlýtur hér að vera um merkilega sambandsreynslu
að ræða.
Búdda hefur komist í ákaflega náið tilfinninga- og vit-
samband við æðri veru, sem hlýtur að eiga heima á ein-
hverri fjarlægri stjörnu, — þar sem samstilling allra ein-
staklinga er algjör, þar sem kærleikur og viska og máttur
er ríkjandi, þar sem máttur allra er í hverjum einum og
máttur hvers eins í öllum.
Búddha hefur um stund komist í samband við slíka
viskuveru, og eignast þátt í vitund hennar, jafnvel svo að
varanlegt samband hefur komist á. Buddha öðlast því
einhvern þátt í visku og mætti þessarar háþroskaveru.
Ekki er víst að Búddha hafi gert sér ljósa grein fyrir
þessu nána lífsambandi við hina lengra komnu veru. En
geysisterk „uppljómun" hefur orðið í huga hans, hann
hefur orðið æðri magnanar aðnjótandi. Og viska hans er
ekki hans eigin, heldur aðsend. Og er hann flytur öðrum
boðskap sinn, þá ber hann ekki aðeins fram eigin visku
heldur visku sambandsveru sinnar, hinnar æðri veru.
Svo mun vera um flesta andans menn, að viskan sú, sem
þeir boða, er ekki að öllu þeirra eigin, heldur þeirrar æð'ri
veru, sem þeir standa í nánu sambandi við.
Viska Búddha og spakmæli hans munu vera þannig til
komin. Það er fyrst eftir ,,uppljómunina“ undir trénu, sem
honum gefst máttur til að tala svo að áhrif hafi á aðra
menn.
Vegna tilkomu hins æðra sambands gefst honum viska
og magnan og áhrifin frá honum ná að verka svo á þjóð
hans, að af verður trúarbragðastefna, sem nær tökum
meðal milljóna manna.
Þannig mun vera um upptök allra trúarbragða. Höf-
undar þeirra hafa allir komist í náin hugsambönd við
lengra komnar viskuverur í öðrum stöðum alheimsins.