Morgunn - 01.06.1983, Síða 73
JARÐLÍFIÐ
71
sögðum hvort við annað á þessa leið: „Jæja, eru þær þá
komnar hingað upp allar síldarstúlkurnar úr Djúpuvík,
til þess að tína ber?“ Okkur fannst þetta ekkert undar-
legt. Við höfðum augun á konunum, meðan við gengum
framhjá þeim, og töluðum um þær og búninga þeirra. Svo
bar leiti á milli og þær hurfu okkur. En er við höfðum
gengið enn um stund, var eins og við rönkuðum allt í einu
við okkur, eða eins og við vöknuðum upp af einskonar
leiðslu. Við staðnæmdumst og sögðum hvort við annað,
undrandi: „Hvað var það sem við sáum? Hér uppi á fjall-
inu eru engin ber, og fáar konur eru eftir á Djúpuvík.
Hvaða konur geta þetta verið? Þetta er undarlegt!" —
Við ræddum þetta um stund, og okkur kom til hugar, að
snúa aftur og gæta að, hvort konurnar væru enn á sama
stað.
En við áræddum ekki að snúa við. Það var eins og ein-
hver geigur læddist að okkur. Við skildum, að þetta gátu
ekki verið venjulegar, jarðneskar, mennskar konur.
Við héldum áfram ferð okkar, og komum niður af fjall-
inu annars staðar.
Oft hefur okkur orðið hugsað til þessarar sýnar síðan.
Konurnar á fjallinu virðast hafa verið klæddar á sama
hátt og flestar sögur um huldukonur lýsa þeim. En hvað
er huldufólk og hvernig á að skilja tilvist þess? Með lifs-
sambandsuppgötvunum dr. Helga Pjeturss mun mega gera
sér nokkra grein fyrir því, hvernig þessu er varið, þótt
ekki ræði hann um huldufóik í ritum sínum.
Huldufólk mun ekki eiga heima í klettum og hólum, eins
og almennt hefur verið álitið, heldur ei’ hér um að ræða
fólk, sem heima á, á einhverjum öðrum hnetti. Um aldir
höfum við Islendingar haft mikil sambönd við þetta fólk,
sem í rauninni hefur verið sambandsþjóð okkar. Lífshættir
þess og menning hefur verið hliðstæð okkar, og þó fremri
um sumt. Vegna fjargeislunar hefur þetta fólk stundum
getað birst okkur, ýmist í fjarsýn eða jafnvel sem likamn-
aðar verur í návist okkar. Lifgeislasambönd eru það, sem