Morgunn - 01.06.1983, Side 74
72
MORGUNN
hér hafa verið að verki og gert það mögulegt að sjá þetta
fólk og kynnast því á ýmsan hátt.
Lífsamband á sér stað milli manna, hvort sem þeir eiga
heima á sama hnettinum eða hver á sínum hnetti. Fjar-
sýnir eru því algengar.
Ég hef talað við fólk, sem séð hefur huldufólk, og stund-
um hefur þetta sama fólk séð ,,álfalandslag“ jafnframt þvi,
sem það skynjaði sitt eigið, venjulega landslag í umhverfi
sínu. Slíkt virðist mér benda eindregið til þess, að huldu-
fólkið og hið framandi „álfalandslag" hafi ekki verið í um-
hverfi sjáandans, heldur hafi þarna verið um fjarsýn að
ræða til annars staðar, sem þá að öllum líkindum hefur
verið á öðrum hnetti.
Þess má geta, að heldur mun það vera fágætt, að tveir
sjái sömu sýnina, eins og þá, sem hér að framan er sagt
frá, og gæti einmitt það bent til þess, að fremur hafi verið
um efnun, líkömun, huldukvennanna að ræða, heldur en
um fjarsýn einvörðungu.
Næst mun ég segja frá atburði, er fyrir mig bar, og það
í erli og hávaða hins daglega starfs á hjólbarðaverkstæði,
sem ég þá var að vinna á.
X. „Úmú anga naví“
Eitt sinn, er ég var staddur á vinnustað mínum, birtist
mér í sýn, það sem nú skal reynt að segja frá.
Ég þóttist staddur vera einhversstaðar úti í björtu veðri
og horfði yfir víðáttumikla sléttu. Dálítið var hún öldótt.
Gróður var heldur kyrkingslegur. Það voru einskonar
grastoppar, misjafnlega þétt saman og sá í gulan sand
á milli þeirra. Það var eins og allt væri hér skrælnað af
þurrki. Beint framundan mér var dálítil hleðsla, svo sem
hnéhá, og líklega um það bil 20—30 metra frá mér. Minnti
þessi hleðsla helst á brunnbarm, eins og oft er hægt að
sjá á myndum frá Austurlöndum.
Upp við þessa hleðslu stóð maður og sneri hann ská-