Morgunn - 01.06.1983, Síða 75
JARÐLÍFIÐ
73
halt við mér, þannig, að ég sá hann á hlið og á ská aftan
á andlit hans. Hann virtist horfa út yfir sléttlendið fram
undan. Hann hafði hvítan vefjarhött á höfði, og var í
hvítri skykkju, en i’autt klæði þar utan yfir hékk á annarri
öxl hans.
Nú steig maðurinn öðrum fæti upp á brunnbarminn eða
hleðsluna. Og samtímis lyfti hann hægri hendi sinni á
loft, leit til himins og hrópaði: „Úmú anga naví, úmú anga
naví.“ Þetta ákall hljómaði eins og bæn eða skipun, og
orðin heyrði ég mjög skýrt og greinilega.
Sýnin hvarf mér eins snögglega og hún hafði birst, og
þetta hefur staðið yfir aðeins í andartak, eða miklu skemur
en ég hef hér verið að lýsa þessu.
Þess er ég viss, að hér hefur fjarskynjun átt sér stað,
og hefur þá verið um samtímaatburð að ræða, einhvers-
staðar í fjarlægum stað, annað hvort hér á jörðu, eins og
líklegt má telja, eða þá á einhverjum öðrum hnetti, sem
ekki væri heldur óhugsandi. Einhver, sem horft hefur á
manninn við brunnbarminn, hefur gerst sýngjafi minn,
óvænt og óafvitandi. Þannig mun því vera varið með
flestar sýnir. Óvænt koma þær og óvænt hverfa þær.
Ekki fylgdi þessari sýn minni nein hugsun sýngjafans
né neinn skiiningur á þeim orðum, sem ég heyrði svo
glöggt.
Orðin eru mér með öllu óskiljanleg og framandi. Hér
mun hafa verið um eitthvert fjarskylt tungumál að ræða.
En gaman þykir mér að hafa orðið þessarar sýnar að-
njótandi.
Xf. Lokaorð
öllum er það sameiginlegt að brjóta heilann um þá hluti
sem fyrir augu ber, og þá ekki síður um öll þau fyrirbrigði,
sem óvanaleg eru og ,,dulræn“ á einhvern hátt, og því
torskilin.
Það er eðli mannsins, að leita skýringa og skilnings á