Morgunn - 01.06.1983, Page 79
„DULSÁLARFRÆÐI ER EKKI . . .“ 77
vera sérstakur sómamaður og ég hafði mikla ánægju af
að starfa með honum. Síðan les ég ævinlega allt það sem
ég sé eftir Indriða".
— Varstu lengi blaðamaður?
„Ekki mjög. Ætli ég hafi ekki verið svona tvö ár hér
heima, en var miklu lengur viðloðandi ýmiss konar blaða-
mennsku. Ég fór aftur til útlanda og skrifaði þá greinar í
blöð hér á Islandi, sérstaklega í Tímann og Vikuna og mér
tókst að vera hálft annað ár á Indlandi og nálægum Aust-
urlöndum fyrir það sem ég fékk fyrir þau greinaskrif, þótt
vissulega hafi ég lifað sparlega. Einnig skrifaði ég fyrir
ýmis útlend blöð, þá einkum um kynni mín af Kúrdum“.
Kúrdar
— Já, hvernig vildi það til að þú komst í kynni við þá
þjóð?
„Sumarið 1961 var ég við nám við háskólann í Berlín.
Meðal félaga minna voru nokkrir Kúrdar frá Irak og ég
kynntist þeim nokkuð vel. Ég hætti að vísu fljótlega námi
þarna og fór í ferðalag landleiðina til Austurlanda. Þá
langaði mig að komast til Kúrdistan. Það var hins vegar
miklum erfiðleikum bundið. Kúrdar höfðu þá gert vopn-
aða uppreisn gegn stjórnvöldum í Irak, og það ríkti stríð
miili þeirra og Araba. Leiðtogi Kúrda var Barzani og undir
forystu hans höfðu kúrdískir uppreisnarmenn náð undir
sig stórum hluta landsvæðis Kúrda í Irak og höfðu þar
öll völd. Þetta svæði er fjalllendi en frá aldaöðli hafa Kúrd-
ar haldið sig í fjöllunum en Arabar niðri á sléttunni".
— Þetta er forn þjóð, Kúrdar, er það ekki?
„Jú. Þeir hafa búið á þessum stað a.m.k. frá tímum
Heliena hinna fornu. Þeir eru indógermanskir að uppruna
og skyldir Persum. Þegar á tímum Grikkja höfðu þeir
fengið það nafn sem þeir ganga undir nú“.
— Ilvernig komst þú inn á svæði uppreisnarmanna?
„Ég hafði fengið loforð frá Kúrdum í Berlín að þeir