Morgunn - 01.06.1983, Side 90
88
MORGUNN
En hvað um það, sterk líkindi geta verið mikils virði
og nálgast smám saman fullar sannanir. Eða færi menn nær
sannfæringu, sem i rauninni skiptir kanski meira máli en
,,sönnun“. Enda mun sjálfsreynd dularfullra fyrirbæra oft
vera drýgst á metunum.
Varnarlína
Maður verður þess stundum var, að fólk sem hefur misst
ættingja eða nána vini furðar sig mjög á því að verða aldrei
fyrir neinum boðum frá hinum framliðnu, hversu mikið
sem þeir þrá það. En á þessu kann að finnast eðlileg skýr-
ing, eins og franski heimspekingurinn Henri Bergson benti
á 1914. Þó að vera kunni hlið á milli heimanna, er fyrir því
þung hurð sem ekki bifast nema sérstaklega standi á. Það
er af því að í manninum býr líffræðileg nauðsyn á því að
hann gefi sig afdráttarlaust að þessu lifi meðan varir ævi
hans hér, en opinn eða auðveldur aðgangur að annarri til-
veru mundi e.t.v. trufla eða rugla hiutverk þessa lífs. Varn-
arlína þarna á milli getur því verið nauðsynleg, og telja
sumir að rannsóknir bendi tii þess að hún felist m.a. í
verkaskiptingu milli heilahelminga, þannig að vinstra
heilahvel hafi fyrstu landamæravörsluna á hendi, en sam-
skiptin, þegar þau gerast, stjórnist af hægri heilahelmingi.
En líffræðilegar sannanir eru taidar vera fyrir vei’kaskipt-
ingu milli heilahelminga, þótt margt sé þar enn á huldu.
Islenska sálarrannsóknafélagið var stofnað 1919 og
stóðu að því ýmsir gáfaðir menn, svo sem Haraldur Níels-
son, Þórður Sveinsson og Einar Kvaran. Það gefur út
tímaritið ,,Morgunn“ sem er vandað og vinsælt rit. Fjöl-
margar bækur hafa komið út á íslensku um dulræn efni.
Af nýlegum bókum er kannski ástæða til að geta sérstak-
lega um eina í flokki vísindarita, en það er „Þessa heims
og annars“ eftir dr. Erlend Haraldsson, mjög athyglisverð
bók.
(Áöur birt i DV, 16. 12. 1982).