Morgunn


Morgunn - 01.06.1983, Page 90

Morgunn - 01.06.1983, Page 90
88 MORGUNN En hvað um það, sterk líkindi geta verið mikils virði og nálgast smám saman fullar sannanir. Eða færi menn nær sannfæringu, sem i rauninni skiptir kanski meira máli en ,,sönnun“. Enda mun sjálfsreynd dularfullra fyrirbæra oft vera drýgst á metunum. Varnarlína Maður verður þess stundum var, að fólk sem hefur misst ættingja eða nána vini furðar sig mjög á því að verða aldrei fyrir neinum boðum frá hinum framliðnu, hversu mikið sem þeir þrá það. En á þessu kann að finnast eðlileg skýr- ing, eins og franski heimspekingurinn Henri Bergson benti á 1914. Þó að vera kunni hlið á milli heimanna, er fyrir því þung hurð sem ekki bifast nema sérstaklega standi á. Það er af því að í manninum býr líffræðileg nauðsyn á því að hann gefi sig afdráttarlaust að þessu lifi meðan varir ævi hans hér, en opinn eða auðveldur aðgangur að annarri til- veru mundi e.t.v. trufla eða rugla hiutverk þessa lífs. Varn- arlína þarna á milli getur því verið nauðsynleg, og telja sumir að rannsóknir bendi tii þess að hún felist m.a. í verkaskiptingu milli heilahelminga, þannig að vinstra heilahvel hafi fyrstu landamæravörsluna á hendi, en sam- skiptin, þegar þau gerast, stjórnist af hægri heilahelmingi. En líffræðilegar sannanir eru taidar vera fyrir vei’kaskipt- ingu milli heilahelminga, þótt margt sé þar enn á huldu. Islenska sálarrannsóknafélagið var stofnað 1919 og stóðu að því ýmsir gáfaðir menn, svo sem Haraldur Níels- son, Þórður Sveinsson og Einar Kvaran. Það gefur út tímaritið ,,Morgunn“ sem er vandað og vinsælt rit. Fjöl- margar bækur hafa komið út á íslensku um dulræn efni. Af nýlegum bókum er kannski ástæða til að geta sérstak- lega um eina í flokki vísindarita, en það er „Þessa heims og annars“ eftir dr. Erlend Haraldsson, mjög athyglisverð bók. (Áöur birt i DV, 16. 12. 1982).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.