Morgunn - 01.06.1983, Qupperneq 91
DR. JAKOB JÓNSSON:
GÖMUL VERKEFNI — NÝJAR LEIÐIR
Ritstjóri Morguns hefur mælst til þess, að ég svaraði
með fáum orðum þeirri spurningu, hvaða munur sé á sálar-
rannsókum gamla tímans og dulsálarfræði nútímans.
Bók mín „Framhaldslíf og nútímaþekking“ kom út árið
1934. Þar fjallar einn kaflinn um skýringar á dulrænum
fyrirbrigðum: „Virðist þar þó aðeins geta verið um þrjár
skýringar að ræða. Annaðhvort á það, sem gerist, upptök
sín í undirvitund miðilsins sjálfs, í fjarhrifum frá lifandi
mönnum eða í áhrifum frá framliðnum mönnum. (Bls. 126).
Viðleitni sálarrannsóknamanna beindist að því að fá úr
því skorið, hver skýringin væri sennilegust hverju sinni.
Væru fjarhi’if eða áhrif frá undirvitund útilokað, en t.d.
þekking miðilsins í samræmi við það, sem enginn gat vitað,
nema framliðinn maður, var þá ekki eðlilegast að ganga út
frá þeim möguleika, að dánir menn væru að verki?
Nú varð að taka tvennt til greina. 1 fyrsta lagi voru ekki
allir áhugamenn færir um að beita vísindalegum aðferð-
um. 1 öðru lagi hlýtur hver maður að mynda sér skoðun
á f jölmörgu, sem fyrir kemur, án þess að geta grundvallað
skoðanir sínar vísindalega. Af þessu leiðir, að upp hefur
sprottið hreyfing, sem iðkar miðilsstarfsemi, sem engan
veginn má blanda saman við vísindalegar rannsóknir. Ég
hef t.d. verið viðstaddur fjölmarga fundi þar, sem mér
leið illa sökum þess, að miðillinn var stöðugt að þreifa fyrir
sér til að komast til móts við fólk, sem skorti allan skiln-
ing á þeirri varkárni og gagnrýni, sem nauðsynleg er and-
spænis rannsóknarefninu. Auðvitað getur enginn bannað
neinum að draga ályktanir af ýmsu, sem þykir „dular-
fullt“, svo framarlega sem beitt er fullri gagnrýni. Ýmis-