Morgunn - 01.06.1983, Page 94
ÞÓR JAKOBSSON:
HEILABROT UM HUGMEGIN
Hugmegin er hœfileikinn til aö hreyfa hluti úr staö eöa
válda annars konar efnislegum breytingum meö
einslcœrum hugaráhrifum, milliliöalaust
Dulsálarfræðin (parapsychology) — eins og vísindalegar
sálarrannsóknir eru gjarnan nefndar nú á dögum — kann-
ar sem kunnugt er svokailaða yfirskilvitlega skynjun. Dul-
skynjanir eru af ýmsu tagi, svo sem fjarhrif, sem er dul-
ræn vitneskja um hug annars manns og fjarskynjun eða
skyggni, sem er dulskynjun fjarlægra hluta eða atburða.
Ennfremur má telja forspá eða framsýni og fortíðarskynj-
un — og að lokum hugmegin.
HUGMEGIN
Hugmegin er hæfileikinn til að hreyfa hlut úr stað eða
vaida annars konar efnislegum breytingum með einskær-
um hugaráhrifum, milliliðalaust. Hreyfingarnar sjálfar
hafa verið nefndar firðhræringar.
Menn telja hugmegin vera að verki við ýmis konar dul-
ræn fyrirbæri. Sjálfkvæmir atburðir eiga sér stað, sem
nefnast „poltergeist" á erlendum málum (ærslandi, skark-
ári). 1 öðrum tilvikum virðist sem einstaka maður gæddur
ríkum dulargáfum hafi hugmegin að nokkru á valdi sínu,
hann hreyfir hluti og breytir þeim, stöðvar klukkur, beygir
skeiðar, osfrv.