Fréttablaðið - 05.11.2010, Side 2

Fréttablaðið - 05.11.2010, Side 2
2 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Vala, stefnir stelpan ekki hrað- byri á þing, fyrst hún talar tungum tveim? „Jú, þingið hefði gott af því að fá Súsönnu til liðs við sig í framtíðinni.“ Vala Þórsdóttir og Agnieszka Nowak hafa skrifað bókina Þankagöngu Myslobieg um Súsönnu, tíu ára tvítyngda stúlku. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á manndrápinu í Hafnarfirði í ágúst síðastliðnum. Málið verður sent til ákæru- valdsins í kringum helgina. Fyrir liggur játning Gunnars Rúnars Sigurþórs- sonar þess efnis að hann hafi veitt Hannesi Þór Helgasyni áverka með hníf, sem urðu honum að bana. Þá er geðrannsókn lokið á Gunnari Rúnari. Það er dómara að ákveða hvort hann sé sakhæfur, með tilliti til rannsóknar geðlæknis. Þá liggur krufningarskýrsla nú fyrir. Ýmis önnur gögn eru fyrirliggjandi, svo sem myndband sem sýnir Gunnar Rúnar henda hnífi í smábáta- höfnina í Hafnarfirði. Hann mun þá hafa verið að koma beint af heimili Hannesar Þórs Helgasonar eftir að hafa orðið honum að bana. Myndbandið er úr eftirlitsmyndavél við höfnina. Þá fannst far eftir skó hans á morðvettvangi og fleiri gögn eru fyrirliggjandi. Enn er beðið formlegra niðurstaðna úr lífsýnum að utan, en þær verða notaðar í málinu þegar þær berast að utan. Gunnar Rúnar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. ágúst. - jss SMÁBÁTAHÖFNIN Kafarar leituðu að morðvopninu í smábáta- höfninni. Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar sent ákæruvaldinu í kringum helgina: Rannsókn á morðmálinu lokið SVÍÞJÓÐ, AP Karl Gústaf Svíakonungur vildi engu svara þegar fjölmiðlar spurðu út í svæsnar sögur af einkalífi hans, sem fjallað er um í nýútkominni bók. Á blaðamannafundi, sem haldinn var í gær í tilefni af elgsveiðum konungs, eins og venja er til á hverju ári, sagðist hann aðeins hafa blaðað í bókinni. Hann hefði ekki haft tíma til að lesa hana alla og gæti því ekki tjáð sig um innihald hennar. Hann sagði þó atburðina, sem um væri rætt, vera löngu liðna. Hann hefði rætt þá við fjölskyldu sína og þessi mál væru að baki. „Við snúum við blaðinu og höldum áfram,“ sagði konungurinn. Auk þess bað hann fjölmiðla um að láta nú konungsfjölskylduna í friði „vegna þess að við höfum ákveðnum skyldum að gegna“. Bókin heitir „Karl Gústaf XVI – konung- urinn ófúsi“ og fjallar höfundurinn þar ítar- lega um einkalíf konungs, þar á meðal sögur af framhjáhaldi, útstáelsi á næturklúbbum og tengsl við glæpaheim Svíþjóðar. Höfundurinn Thomas Sjöberg hefur áður skrifað umtalaða bók um Ingvar Kamprad, eiganda IKEA-verslananna, og aðra um sænska klámframleiðandann Berth Milton. Sjöberg vann að bókinni í tvö og hálft ár í samvinnu við Deanne Rauscher og Tove Meyer. Samkvæmt sænskum lögum eiga þau yfir höfði sér fangelsisdóm, kjósi konungurinn að kæra þau. - gb Svíakonungur gagnrýndur fyrir framhjáhald, næturklúbbaheimsóknir og tengsl við glæpaheima Svíþjóðar: Karl Gústaf biður fjölmiðla um svigrúm KARL GÚSTAF RÆÐIR VIÐ FJÖLMIÐLAFÓLK Óvenju fjölmennt var á blaðamannafundinum í gær, en konungurinn sagðist ekki hafa náð að lesa bókina alla. NORDICPHOTOS/AFP FÓLK „Það er sérstakt að fylgj- ast með viðbrögðum fólks þegar það sér hana fyrst af því að hún er svona hárlaus,“ segir Belinda Theriault um Sphynx-læðuna sína Birtu. Belinda og tíkin Týra voru óað- skiljanlegar í fimmtán ár þar til Týra dó haustið 2006. „Þegar Týra dó var ég í ofboðs- lega miklum sárum. Ég vildi ekki fá mér annan hund en vissi að ég yrði að fá mér eitthvert dýr af því að mér leið svo illa,“ segir Belinda sem tók Sphynx-læðuna Birtu til reynslu í nokkra daga sumarið 2007. Birta var þá í fyrsta skipti aðskilin frá bróður sínum og móður og faldi sig út um allt hús. „Eftir tvo daga kom hún allt í einu inn í stofu og lagðist í kjöltu mína og horfði í augun á mér. Þá vissi ég að hún Birta færi héðan aldrei út aftur,“ lýsir Belinda andartakinu þegar hún féll fyrir læðunni sinni. Sphynx-kattategundin er upp- runalega frá Kanada og varð til við stökkbreytingu. Sérstakt útlit Birtu veldur því að hún mætir miklum fordómum. „Fólk segir oft oj. Það spyr hvort hún sé ekki grimm og hvort ekki sé ógeðslegt að koma við hana. Bara við það að sjá hana myndar fólk sér svo ofboðslega neikvæða skoðun á henni,“ segir Belinda sem kveður börn hins vegar mun jákvæðari gagnvart Birtu en þá eldri. „Börnin vilja vita allt um Birtu. Þess vegna datt mér í hug hvort ég gæti notað hana sem sam- einingartákn,“ segir Belinda sem skrifað hefur bókina Birta, brött og bleik. „Fólk segir að hún líkist geim- veru og sumir halda að hún sé rotta. Hún situr stundum eins og páfagaukur á öxlinni á mér og við göngum um hverfið og höfum jafn- vel fengið okkur kaffi á útikaffi- húsi. Einu sinni var lítill strákur með mömmu sinni niðri á Hall- ærisplani þar sem hann æpti upp: Ertu með grís?“ hlær Belinda. Bókin fjallar um það þegar Birta fer út og hittir önnur dýr sem vilja hana ekki í hópinn. Belinda hefur áður skrifað tilraunaverk- efni byggt á Birtu sem notað var í Norðlingaskóla. „Í lok verkefnisins fórum við í heimsókn. Það að Birta sé til í alvörunni finnst fólki svo heill- andi. Hún er ekki röndóttur fíll heldur er hún til og getur farið og hitt krakkana og þau fengið að sjá hana,“ segir hún og undirstrikar að Birta sé yndislegur köttur þótt hún sé öðruvísi. „Birta er mjög mannblendin og það elska hana allir út af lífinu. Það er skemmtileg leið að nota hana til að leggja áherslu á umburðar- lyndi, víðsýni og sjálfstæða hugs- un,“ segir Belinda Theriault. gar@frettabladid.is Biður fólk að dæma ekki hana Birtu sína Belinda Theriault á læðuna Birtu sem hvarvetna mætir fordómum fyrir útlitið eitt. Belinda hefur skrifað bók um Birtu til að reyna að auka umburðarlyndi og víðsýni. Birta litla er hárlaus og situr á öxl Belindu í gönguferðum um bæinn. BELINDA OG BIRTA Sögunni um Birtu bleiku er ætlað að fá lesendur til að dæma þá sem eru öðruvísi ekki eftir útlitinu heldur sjá þá frá öðru sjónarhorni, segir höfundur- inn Belinda Theriault. Tíkin Týra fylgist með ofan af vegg. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Einu sinni var lítill strákur með mömmu sinni niðri á Hallærisplani þar sem hann æpti upp: Ertu með grís? BELINDA THERIAULT RITHÖFUNDUR BORGARMÁL Fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem reka heimili hækkar úr tæpum 126 þúsund krónum í 149 þúsund krónur, samkvæmt tillögum sem full- trúar Samfylkingar og Besta flokksins lögðu fram á fundi vel- ferðarráðs Reykjavíkurborgar í gær. Hækkunin nemur tæpum 19 prósentum. Einnig er lagt til að fjárhags- aðstoð til hjóna hækki úr rúmum 200 þúsund krónum í tæpar 224 þúsund krónur, sem er 11 pró- senta hækkun. Grunnfjárhæð til einstaklings sem býr í foreldra- húsum mun nánast ekkert breyt- ast og grunnfjárhæð til ann- arra þeirra sem ekki reka eigið heimili verður óbreytt. Tillaga í velferðarráði: Vilja að styrkir verði hækkaðir ÍRLAND, AP Breska varnarmála- ráðuneytið hefur meinað tveimur norður-írskum þingmönnum, Ken Maginnis og David Simpson, að ferðast til Kabúl í Afganistan. Ástæðan er sú að holdafar þeirra gerir það að verkum að þeir komast ekki í skotheld vesti. Jafnvel stærstu skotheldu vestin sem breski herinn hefur yfir að ráða duga ekki til að hlífa mönn- unum. Maginnis er ekki alls kostar sáttur við þetta og segir þá vera nokkuð venjulega í vextinum, „þótt við séum reyndar stærri en flestir“. - gb Norður-írskir þingmenn of feitir: Meinað að fara til Afganistans INDLAND, AP Irom Shamala, 38 ára gömul indversk kona, hefur ekki sjálfviljug sett mat inn fyrir varir sínar síðan 4. nóvember árið 2000. Í gær hafði hún því verið í hungur- verkfalli í heilan áratug. Hún hóf hungurverkfallið til að mótmæla lögum sem veita ind- verskum hermönnum heimildir til að handtaka og jafnvel skjóta upp- reisnarmenn án dómsúrskurðar. Hún var handtekin þremur dögum síðar og hefur þann áratug sem síðan er liðið fengið næringu í gegnum nefið, gegn vilja sínum. - gb Veikburða kona á Indlandi: Hungurverkfall í heilan áratug IROM SHAMALA Hún er orðin afar veik- burða eftir hungurverkfallið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMGÖNGUR Stefnt er að því að Herjólfur leggi að í Landeyja- höfn í síðdegisferðinni frá Vesta- mannaeyjum á morgun. „Að öllu óbreyttu stendur til að fara eina ferð í Þorlákshöfn á morgun og svo frá Eyjum klukkan fimm í Landeyjahöfn,“ segir Sigmar Jónsson hafnarvörður. Síðan er ætlunin að Herjólfur sigli úr Landeyjahöfn til Eyja klukkan hálfsjö annað kvðld. Dæluskipið Perlan er í höfninni og heldur áfram dýpkunarstörf- um í dag. Landeyjahöfn hefur verið lokuð í fjörtíu daga vegna sands í innsiglingunni. - gar Dýpkunarvinnu að ljúka: Herjólfi stefnt í Landeyjahöfn LANDEYJAHÖFN Ætlunin er að opna í dag eftir fjörutíu daga hlé. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.